Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 122
EIMREIÐIN
118 RITSJÁ
Bók þessi verður lengi fræg. Matthías hefir aldrei skrifað betur óbundið
mál, og hafa hjálpað honum þessir stuttu kaflar, sem hann hefir skrifað í
einu, enda minna margir á kvæði.
Steingrímur læknir Matthíasson hefir skrifað viðbæti og eftirmála.
eru og prentuð mörg heillaóskaskeyti á 80 og 85 ára afmælum höf. °9 3
það ekki vel við í þessari bók. Hefði átt frekar heima í minningarrit'-
Registur er við bókina, og er það kostur. M. 7-
Jón Sveinsson: NONNI. Brot úr æskusögu íslendings. Freysteinn
Gunnarsson þýddi. Ðókaverslun Ársæls Árnasonar. Reykjavík MCMXXH-
Síra Jón Sveinsson hefir náð mikilli frægð erlendis fyrir rit sín, eink-
um í Þýskalandi. Hafa þau komið þar út í fjölda mörgum útgáfum 09
verið tekið afburða vel.
Hér birtist nú fyrsta bók hans á íslensku, Nonni. Segir þar frá ferð
hans er hann fór 12 vetra gamall til útlanda, og sigldi með litlu seglskiP1
að haustlagi og hrepti réttu stóra.
Það voru ekki smávægis æfintýri sem þeir rötuðu í, bardagi við >S"
birni og annað slíkt, en þó skiftir um hver á heldur, og auðvitað f®r
bókin aðal gildi sitt frá höfundinum sjálfum. Hann hefir sérstakt lag á að
segja frá þeim viðburðum, sem í sjálfu sér eru litlir og hversdagsle<3ir
með þeim hætti, að þeir verða hugðnæmir og skemtilegir. Hann er, með
öðrum orðum, skáld þó að hann yrki ekki, þ. e. skrifi ekki hreinar 03
beinar skáldsögur.
Bók þessi, eins og reyndar bækur síra Jóns Sveinssonar, er tilvahn
lesbók fyrir börn og unglinga. Það eykur áhugann hjá unga fólkinu, a^
höfuðpersónan er á þeirra aldri. Og stíll höf. er eins og sprottinn út ur
hjartarótum unglinga. Þá er og hitt mikils virði, hve bókin er hrein 03
fögur. Þar er ekkert ljótt eða spillandi. Og það er ekki síst þetta, upP'
eldisgildi bóka síra Jóns, sem hefir aflað þeim vinsælda. Það er víst ekk>
mikill vafi, að Nonni, og aðrar bækur sama höf., sem þýddar verða, fmna
lesendur meðal eldri og yngri hér heima.
Þýðingin er ágæt. Hinum Iátlausa en fjörmikla stíl höf. er ágætle33
náð. Lipurt og hreint mál, en hvergi á skrúfum.
Frágangur bókarinnar er prýðilegur, og verðið óvenjulágt, eftir Þv!
sem menn hafa vanist á seinni árum.
Um höfund Nonna er grein í Eimreiðinni 1920, 5.—6. heíti, eftir Ar-
sæl Árnason, og mun marga fýsa að kynnast þessum höf. nánar nú þegar
bækur hans fara að koma á íslensku. M. 7-
KYLJUR. Kvæði eftir Jakob Thorarensen. Rvík. MCMXXII.
Jakob Thorarensen hefir áður gefið út tvö ljóðasöfn, „Snæljós" °S
„Spretti“ og enginn þarf lengur að efast um að hann er skáld. Hann er
aflmikill og sérkennilegur, bæði að efni og búningi.