Eimreiðin - 01.01.1923, Page 124
120
RITSJÁ
EIMREIÐIf*
-----á mig kulda leggur
af anda sem er uppgefinn
að elta gæfuvinninginn.
Astin slær að vísu frá sér stundarbjarma, en
æskan bliknar, ástir snjást
og engar skaðabætur fást
á þyngstu töpum þeim,
er þreyttum sálum tveim
er vísað í þann vetrarkuldann heim.
Úti er bjart vorsólskin, en innra er myrkur, sem engin sól getur dreift-
Og ekki er þjóðfélagið betur statt en einstaklingurinn.
Af ryði ýskra heimsins hjól
og hatast flestar stéttir.
Skáldinu verður ekki annað úrræða en kalla á „hið mikla haf“ að
þvo alt þetta af.
í kvæðinu „Á hverfanda hveli" (bls. 106), sem skáldið hefir heldur
skemt að óþörfu með óheppilegri mynd í upphafi, kemur svipað fram-
011 tilveran er undir þeim ósköpum að éta sjálfa sig upp með óslökkv-
andi hefndarþrá.
Hel er í sigrum, stopull strfðsins gróði;
oft stutt í valdsmanns ró. —
í „Stórveldi smámunanna“ (bls. 81) er lýst öðrum hemli, sem er á
öllu því, sem vill rísa hátt. Það eru smámunirnir. Sá sem vill sigla rak-
inn hugsjónabyr
lenti f aumu efnisstappi
út af þveng og lausum hnappi
og verður svo af öllu.
Meiri er raun en margur heldur
að mölva hin smáu dægurok.
Og síðar:
Afarskörð í æfir manna
etur mýið smámunanna.
Kvæði þetta er frumlegt og merkilegt.
í þessari tilveru er hrein og fölskvalaus ást til einhvers einskonar
hlægilegt „viðundur", eins og ást blinda mannsins til sólarinnar.
Ógnarbarn er blindur maður!
Bráðum — eftir páskahretið —