Eimreiðin - 01.01.1923, Side 126
122
RITSJÁ
EtMREIÐIN
Eru skáldum arnfleygum
æðri leiðir kunnar.
En eg vel mér veginn um
veldi ferskeytlunnar.
Ferskeytlan er nokkurskonar ríki í ríkinu. Hún er þjappaður skáld-
skapur. Að sama skapi sem bundið mál getur verið orðfærra en óbundið,
að sama skapi er ferskeytlan orðfærri en annað bundið mál. Heila sögu
má rúma í einu kvæði þótt ekki sé nema lítill partur sögunnar að lengd-
En kvæðið má aftur rúma í einni ferskeytlu. Það er að segja, fari sa
með, sem kann tökin á henni.
Jón Bergmann er enginn heimalningur. Hann hefir margt reynt, og
ekki ávalt baðað í rósum. En lífskoðun hans er þó björt og kjarkmikil-
Alla mundi undra að sjá
— eftir skilyrðonum, —
hvaða fjölda að eg á
enn af björtum vonum.
En þessi bjartsýni byggist ekki á neinni sjálfsblekkingu. Hann veit að
honum hefir að nokkru mistekist. En hann vill ekki láta undan:
Klónni slaka’ eg aldrei á
undan blaki’ af hrinu,
þótt mig hrakið hafi frá
hæsta takmarkinu.
Bjartsýni hans byggist á því, að tilveran er ekki öll þar sem hún er séð:
Þó að leiðin virðist vönd
vertu aldrei hryggur;
það er eins og hulin hönd
hjálpi, er mest á liggur.
Ferskeytlunni hefir löngum verið beitt óvægilega gegn náunganum.
En Jón Bergmann gerir ekki mikið að því að beina skeytum að öðrum-
Þó er ekki alveg Iaust við þetta, þótt víðast sé á huldu. Kemur þá í ljös
hæfileiki ferskeytlunnar að særa í hjartastað. Smáhaglið verður að hsefa
vel, þess vegna er því svo nákvæmt miðað. Jón kann það áreiðanlega. T.
Hvað þú hefir svöngum sent .
sýnir kærleiksvottinn,
ætti’ að komast út á prent,
annars gleymir drottinn.
En Jón Bergmann er of mikið skáld til þess að vera níðskár. Ætti
því að virða sig of góðan til þess. Hann á betri strengi.
Frá níðvísum er óravegur að því, að vera næmskygn á það sem af-