Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 129
EIMREIÐIN
RITSjÁ
125
s'nar og kann aö ætla sér af, og er það að vísu betra en hlaupa af sér
hornin, því að það stendur til bóta.
Mér finst þessi saga benda á, að Sigurjón ]ónsson sé mjög efnilegt
söguskáld, og væri vel ef hann hefði tækifæri til þess að þroska gáfu
sina á einhverju, sem væri henni skyldara en víxlar og bankareikningar,
að því starfi ólöstuðu að öðru leyti. /VI. J.
Theódór Friðriksson: ÚTLAOAR, Rvík, bókav. Arinbj. Sveinbj. 1922.
Hópur hraustra drengja hefir slegið sér saman í „Valhöll" undir
forustu Rafns' skipstjóra. Þeir eru hásetar á hákarlaskipinu hans, „Svan-
'num“. Inn í þetta samlag kemst svo söguhetjan, Nonni. Allir þessir menn
sýnast hafa ratað í óheppileg ástamál og vilja nú enga þjónustu þiggja af
konum. Þess vegna eru þeir „útlagar". Þeir eru nokkurskonar jómsvíkingar.
En alt er prýðilegt hjá þeim. Búðin þeirra, Valhöll, er stærri og vand-
aðri en nokkur önnur verbúð, og sama er um „Svaninn“. Hann er bæði
stærri og betur haldinn en nokkurt hinna skipanna. Og valinn maður í
hverju rúmi. En samt ferst Svanurinn einn allra hákarlaskipanna í norðan-
Sarði.
Bókin fer öll í að lýsa algerfi þeirra og einkum Rafns, kröftum og
hjartagæðum, og söguefnið er ekkert. Það er enginn tilgangur ekkert tak-
mark. Enginn tilgangur sýnist vera með þvf að láta skipið farast, ekkert
nema það að vera laus við þessa menn, sem lesandanum er raunar
nokkurnveginn sama um, því að engin hlýja vaknar til þeirra þrátt fyrir
gæði þeirra.
En þó að söguefnið sé lítið má oft réttlæta söguna með afbragðs frá-
s°gn. En varla verður það sagt um þéssa bók. Frásögnin er stöðugur,
lafn seinagangur. Aldrei fjörkippur eða líf. Viðburðirnir verða Iitlausir,
samtölum að mestu snúið upp í frásögn og þótt þau séu bein, verða þau
marklítil og dauf.
Nærri má geta að með slíkri frásögn verða persónulýsingarnar ekki
skarpar, enda tekst höf. ekki að gera neina persónuna skýra. Jafnvel þeir
Rafn skipstjóri og Nonni, sem lang mest eru við söguna, eru óákveðnir
°9 vantar öll sérkenni. Lesandinn veit það að vísu, að höf. ætlast til að
Rafn sé nokkurskonar jötunn að afli og helgur maður að gæðum, en les-
andinn sér ekki Rafn skipstjóra. Höf. er alt af að segja eitthvað frá per-
sonunum, en lesandinn sér þær aldrei. Hann kynnist þeim eins og maður
kynnist öðrum við að lesa erfiminningu um hann eða hlusta á líkræðuna.
Að mínum dómi hefir höf. ekki tekist að gera efni sitt að skáldsögu,
heldur verður bókin að fremur daufri frásögn um viðburði, sem ekkert
skáldlegt gildi hafa. /M. J.
Sigurður Pórólfsson: DULMÆTTI 00 DULTRÚ, Rvík MCMXXII.
Þessi bók er í raun og veru atlögurit gegn guðspekinni og stefnum
sem höf. telur skyldar henni.