Eimreiðin - 01.10.1927, Síða 10
314
FRANCESCO PETRARCA
EIMREIÐIN
Með sárum trega kvaddi hann Lauru, og einhver innri rödd
sagði honum, að hann mundi aldrei sjá hana framar.
Svo varð og. Rúmu ári síðar dó Laura úr pestinni miklu,
sem nefnd var »svarti dauði«. Petrarca var í Verona þegar
hún dó, en hann frétti ekki lát hennar fyr en í Parma sex
vikum síðar. Þá ritaði hann þessi orð framan á uppáhalds-
bók sína, Virgil:
»Laura, fyrirmynd allra dygða og sem ég hef kveðið um í
árafjölda, kom mér fyrst fyrir augu sjötta apríl 1327 klukkan
6 um morguninn í kirkjunni Sainte Claire í Avignon. I sama
bæ, í sama mánuði, á sama degi og sömu stundu var hún
kölluð burtu úr þessum heimi, meðan ég var svo ógæfusamur
að vera í Verona og hafði ekki hugboð um ógæfu mína. Eg
var í Parma þegar ég, 19. maí, fékk bréf frá vini mínum
Ludovico, er færðu mér þessi sorgartíðindi. Sama dag og hún
dó var hinn fagri og skírlífi líkami hennar jarðsettur að kveldi
dags í klausturkirkju grámunka. Eg er sannfærður um, að sál
hennar, eins og Seneca segir um Scipio, er snúin aftur tii
himins, þaðan sem hún kom. í hinni djúpu sorg minni hef ég
viljað skrá þessa sáru endurminningu á þetta blað, sem ég
daglega hef fyrir augum, til þess ávalt að muna eftir, að ekk-
ert er framar hér í heimi, sem mér getur geðjast að, og að nú
þegar þetta band er brostið er kominn tími til að flýja þessa
Babylon, sem ekkert bindur mig framar við. Eg vildi, að
þessi orð, sem ég hef skrifað, og ellin, sem fer í hönd, megi
örva mig til að losast við öll bönd, og ég bið guð að hjálpa
mér til að líta á hin beisku vonbrigði, fánýtu eftirvæntingar
og óvæntu ástríður liðna tímans með karlmensku*.
Síðustu ár æfi sinnar bjó Petrarca í bænum Arqua, nálægt
Padua, þar sem hann hafði bygt sér hús í fjallshlíðinni. Hér
fanst hann örendur í lesstofu sinni 19. júlí 1374. I Arqua er
gröf hans og á henni fagur legsteinn. Þangað fara enn margir
til að sjá legstað hans, en áður fyr meir flyktist fólkið þangað,
eins og hann hefði verið dýrðlingur.
Til þess að skilja þýðingu Petrarca fyrir heimsmenninguna
er nauðsynlegt að hafa hugfast myrkur miðaldanna og þa
niðurlægingu, sem Ítalía var komin í. Að sönnu er Dante
kominn á undan honum og er honum í mörgu meiri, en það