Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 44
24
SKREIÐ
EIMREIÐIN
2—4 menn eftir tjaldrúmi og samleið. Var svo til tekinn dagur
til að leggja af stað. Oftast var það fimtudagur, sjaldan laug-
ardagur, en aldrei sunnudagur.
Hinn tiltekna dag var svo lagt af stað. Þá er farið var úr
hlaði og örugt, að vel færi a hestunum, tók ferðamaðurinn
ofan höfuðfat sitt og las ferðabænina, faðirvor og signingu.
Sú bæn, er flestir lásu þá, og að minsta kosti allir drengir
voru látnir læra undir fermingu, hljóðaði þannig:
„Góði Guð, þú verndari allra þeirra, sem á þig treysfa! í þínu nafm
áforma ég nú mína reisu. Vertu mín fylgd og minn vegvísari. Svo kann
mig ekkert ilt að henda. Þér fel ég mig nú og mitt áform, þú einn kant
að farsæla mín fyrirtæki; vertu mér nú og jafnan nálægur með náð þinm,
og virztu að greiða hvert mitt spor mér til heilla. Afvend frá mér öllum
slysum og ólukkutilfellum, og ber mig á höndum þér, svo ég steyti ekki
fót minn við steini. Gef mér farsællega að útrétta mín erindi í þínum
ótta og eftir þínu boði, mér og mínum meðbræðrum til nota, og le'^
mig svo heilan og glaðan heim aftur; þá vil ég þakklátur prísa þ'na
gæzku, sem aldrei yfirgefur þá, er öruggir fela þér sín efni og í JesU
nafni setja á þig einan trú og von. Amen!“
Bænin eyddi kvíða (ferðahrolli) lestamannsins og jók hon-
um traust og öryggi gegn væntanlegum hættum og örðug-
leikum á ferðalaginu, bæði vissum og ófyrirsjáanlegum. Oð
hún gerði meira. Hún vakti innilegan samhug hjá þeim heim-
ilismönnum, bæði skyldum og vandalausum, er heima horfðu
á biðjandi manninn fela sig forsjón Guðs.
Vegir voru þá ekki öðru vísi en slitróttir götutroðningar 1
ótal krókum. Eftir þeim var oftast farið. Þótti góðs viti, ef
smáfugl trítlaði götuna á undan lestamanni, og því betra þvl
lengra. Má vera að nafnið auðnutitlingur stafi af því.
Á suðurleið var venjulega létt á, og því ekki ávalt far1^
eftir öllum krókum þjóðvegarins, heldur sem beinast, og Þa
stundum í sveitunum austanfjalls ekki horft í að fara yf‘r
engjar bænda, ef svo stóð á, að sjálfsögðu hlutaðeigendum
mikillar gremju. Urðu stundum skærur nokkrar út af þessu-
Og víst er um það, að þá þótti það ekki kostur á jörð, a^
hún lægi í eða mjög nærri þjóðbraut.
Það er alleinkennilegt, hve lengi helst við að nefna Þ3^
að fara suður eða suðurleið veginn austan af öllu Suðurlan 1