Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 46
26
SKREIÐ
eimreiðin
ingarlausra en kappsamra ferðamanna, oft í blindös við
ferjuna.1)
Frá Óseyri lá leiðin eftir Hafnarskeiði og þaðan annaðhvort
um Hraun- og Hlíðarbæi, — þar var áfangastaðurinn Rifja-
brekka — yfir Selvogsheiði til Vogsósa, eða þangað beint af
Hafnarskeiði um Landamót fyrir norðan heiðina. Fyrir vestan
Vogsósa er Víðisandur, þar sem púkarnir hans Eiríks sáluga
í Vogsósum eru sjálfsagt að flétta reipin úr sandinum enn
þann dag í dag. En fyrir vestan sandinn eru sléttar klappir-
merkilegar fyrir það, að í þær hafa myndast götur hverjar
við aðra, Iíkt og á valllendisgrundum og eru svo djúpar, að
sumstaðar nemur fullvöxnum manni í kálfa. Þarna hefur eitil-
hörð klöppin slitnað svona undan margra alda hrossagangin-
um íslenzka, líkt og táin á Sankti Pétri í Péturskirkjunni
undan margra alda kossaganginum rómverska.
Vegurinn liggur fram hjá Herdísarvík til Krísuvíkur. A
þeirri leið er sýslusteinn, sérstakur stór klettur. Þar eru sýslu-
skil Árness- og Gullbringusýslna. Skamt þaðan eru tvær vörður,
er heita Krís og Herdís. Eru það þær einu beinakerlingar á
suðurleiðum. Voru skjallhvítar beinpípur hér og hvar á mill*
steinanna, og oftast í einhverri þeirra vísa, kveðin undir
nafni kerlingarinnar um einhvern, er ætla mátti að færi
um síðar. Ekki voru vísur þessar skrautritaðar, en þó allve*
skiljanlegar. Flestar voru þær yfirgripsmeiri, nafnorð hispurs-
lausari og lýsingar allar miklu stórfeldari heldur en ætla má
að nútíðar snoðkliptar »frökenar« þyldu að heyra — jafnvel
þótt sætkendar væru. — En gömlu mennirnir þoldu að heyra
vísur þessar, þótti gaman að fá þær, og jafnvel því meira
sem þær voru mergjaðri. Aldrei varð ilt út af þeim, enda
aldrei stílaðar nema til kunningja. Hvernig sem staðið hefur
á því, að þessi ófagri siður hófst, þá er það víst, að hann
var notaður einungis til upplífgunar og dægrastyttingar a
ferðalögum.
I Krísuvík var síðasti áfangastaðurinn áður lagt væri a
1) Brúin yfir Ölfusá hefur nú gert ferjuna í Óseyri meira en tekju-
lausa, en stórbýliö Óseyrarnes er verra en í eyði af völdum heimshra
manna.