Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 113
ElMREIÐIN
GLOSAVOGUR
93:
var gilskora alla leið frá brún og niður úr. Um hann var
emstígi, bratt og óslétt. Gilskora þessi var svo víð um sig
neðst, að Glosi gat tylt kofa sínum á fasta klöpp, og þarna
hafði hann hafst við árum saman. Um hann gekk sú sögn,
að fyrstu árin, er hann rak þessa iðn sína, hefði hann jafnan
borið marhálminn í körfu á bakinu upp einstígið; en seinni
ar>n hafði hann eignast asna, sem hann gat vanið við að
Sanga einstígið upp og ofan; en ekki gat hann haft nema
e*na körfu bundna ofan á bak asnanum. Ef hann hefði haft
körfurnar tvær, sína á hvorri hlið, mundu þær hafa rekist
1 hamraveggina, og handa þessum þjóni sínum hafði hann
bygt skýli, áfast við kofa sinn, nálega jafnstórt honum.
En er tímar liðu, kom Glosa gamla önnur hjálp, auk asn-
ans. eða réttara sagt, forsjónin hafði séð honum fyrir annari
aðstoð, og sannast sagt, hefði gamla manninum ekki kornið
Su hjálp, hefði hann neyðst til að flýja kofa sinn, gefast upp
v'ð að bjarga sér sjálfur og leita skjóls í þurfamannahælinu í
Camelford. Því að gigtin hafði leikið hann illa og ellin beygt
ann svo, að hann varð að ganga hálfboginn; fyrir því varð
°num smátt og smátt um megn að teyma asnann upp
og ofan einstígið, og eins hitt, að leggja hönd að því, að
,ar9a marhálminum, þessari dýrindisvöru hans, undan sjó.
^ni þær mundir er saga vor hefst, hafði Glosi ekki komist
UpP einstígið í heilt ár, og síðustu sex mánuðina hafði hann
ekki getað hjálpað neitt til við áburðarsöluna, annað en það,
ð veita viðtöku peningunum, ef nokkuð var afgangs, og
Seyiria þá, og bera asnanum fóður við og við. Svo að segja
störfin hvíldu á herðum sonardóttur hans, er hét Mahala
renglos.
. Allir bændurnir þar á ströndinni og allir smákaupmennirnir
1 Camelford þektu Möllu Trenglos. Á svip hennar mátti sjá,
! hún var lítt tamin, og yfirleitt óvenjuleg stúlka. Hrafnsvart,
°9reitt hárið lék lausbeislað um höfuð henni; hún var lítil
yexh> handsmá, með svört og skær augu, en hún hafði orð
ser fyrir að vera vel hnellin, og börnin úr nágrenninu stóðu
s a því, að hún væri að verki nótt og nýtan dag og að
hún
vissi ekki hvað þreyta væri. Um aldur hennar fór mörg-
Utu 9etum. Sumir töldu hana tíu vetra, en aðrir tuttugu og: