Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 8
VIII
EIMREIÐIN
því, að hann sjáifur er hluti úr guðdómi alheimsins, og vinnur því öll
sín störf til þess að skapa, göfga og fullkomna tilveruna.
(Páll Zophoníasson, Lækjargötu 14, Reykjavík].
Mentun er öll sú þekking, sem eykur manni útsýn yfir lífið, innsýn
í sál sína og skilning á gildi og réfti annara manna, — gerir hann færan
til að njóta hæfileika sinna og beita þeim sér og- öðrum til heilla.
Mentun er sú þjálfun lundarfarsins, sem veldur því, að maður metur
félagsheill meir en hagsmuni eða löngun sjálfs sín. Mentun er sú göfgun
sálarinnar, sem maður fær við kynni af góðum mönnum og vitrum —
í lífinu eða bókmentunum.
[Sigurður Vigfússon, Brúnum undir Eyjafjöllum].
Mentun er dregið af maður (menn). Mentun og menning er náskylt,
þó lýtur mentun í alþýðuskilningi meira að öflun þekkingarforða, en
menning að hinu, að fá sér sæmilegt snið. Mentun er það að auka
manngildi sitt, gera sig að góðum manni, með þeirri þekkingu á „hlut-
unum“, sem hver tími hefur alment að bjóða. Það sem Grikkir (fornu)
nefndu Kallos-Kagaþos og áþekt Bretanna gentleman = góður drengur.
Sá er mentaður, sem er orðinn það — góður drengur — með blátt
áfram almennri þekkingu. Og sá er ekki mentaður, sem eigi er (orðinn)
góður drengur, hversu mikið sem hann ella kann að hafa „lært“.
[Ó. N.]
fcv 0
m
fc
t-
c-.
fcí
m
t.'.
t
m
Gullsmíðavinnustofan, Bankastræti 12,
Símí 1007. Reykjavík. Sími 1007.
Avalt fyrirliggjandi alt tilheyrandi upphluíum. Einnig
smíðaðir eftir pönlun allskonar munir úr gulli og
silfri. — Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð.
— — Vörur sendar gegn eftirkröfu. — —
GUÐM. ÞORSTEINSSON, gullsmiður.
I
$
I
fc
1.
&
fc.
fc
fc
UTANBÆJARMENN OG KONUR,
er koma til Reykjavíkur, ættu að líta inn í rakarastof-
una í Eimskipafélagshúsinu. — 21 árs reynzla fyrir
fljótri og góðri afgreiðslu á öllu því, er að iðninni
lýtur. — Hef altaf til sölu: „King Kutter" rakhnífa og
„Va!et“-rakvélina, sem eru beztu raktækin. Ennfremur:
Raksápur, rakkústa, slípólar, hárvötn, er eyða flösu.
Allar vörur frá beztu verksmiðjum. — Sírni 625.
V.irðingarfylst--SIGURÐUR ÓLAFSSON
fc