Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 38
126
UM BÍL OQ STÍL
eimreiðin
hata, sé að Ieita að sprengiefninu í þjóðinni sjálfri, sem vél-
ina á að knýja, þá er rit hans nú þrungið af móðursýkis-
upphrópunum um auðvald og öreiga. Rússar eiga samúð
allrar veraldar skilið, en þeir verða aldrei lærifeður minstu
þjóðar heimsins, sem lifir við eins ólík lífskjör og á eins
ólíkar erfðir eins og norðurpóllinn á lítið sammerkt við mið-
jarðarlínuna.
Hinn maðurinn er Arni bókavörður Pálsson. Hann notar
vopnfimi sína með pennanum og frábæra orðgnótt til þess að
fjargviðrast yfir því í forystugrein í tilefni af 10 ára afrnæli
fullveldisins, að ekki skuli hafa verið stofnuð ríkislögregla a
Islandi til þess að berja á óróaseggjum í atvinnumálum. Því-
lík þverúð og þumbaraskapur sagnfræðingsins við að láta sér
skiljast »genius« sinnar eigin þjóðar!
Þegar litið er á þá fósturmynd af menningu, sem heitir
íslenzkt þjóðlíf, og hlustað er á mál þessara manna, þá er
sem aðaldeilumálið sé það, hvort reynt skuli að beina vexti
fóstursins í áttina til hunds eða apa.
VII.
Engin kynslóð íslendinga hefur lifað, sem eins er lánsöm
og sú, er nú er uppi. Hamingja hennar er fólgin í því, seru
henni hefur verið trúað fyrir. Þróunarsaga lífsins er sagan
um stökkin, sem lífið hefur tekið. Afbrigðin, sem til l>fs
horfðu, komu fram, er breytingar umhverfisins ultu yfir teS'
undina. Og um allan farinn veg liggja líkin af þeim tegund-
um, sem ekki gátu tekið nægilega róttækar breytingar 3
nægilega skömmum tíma.
Islenzk þjóð er nú að hrífast inn í nýtt umhverfi. Oldin,
sem er að líða, verður vottur þess, hvort með þjóðinni leVn'
ist sá máttur til gróðurs, sem brotist geti út sem ný skÖpUn
og nýr stíll í breyttu umhverfi.
Og vissulega er mikil ástæða til þess að hafa traust 3
þessu, þrátt fyrir alt. Það er ekki fjarlægðin, sem blánai-
fjöllin, er vekur sérstaklega það traust í þeim, sem fjærri búa-
Hitt er það, að þeir hafa ekki anganina og ósómann af þvl'
sem miður er í fari þjóðarinnar, stöðugt fyrir vitum og auguw1