Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 75
ElMREIfiiN
HALLGRÍMUR
163
eins og hún væri öllum hnútum kunnug. En verið þér róleg-
ur- Þetta lagast bráðum.
Það lagaðist líka bráðlega að því leyti, að veinin og orgin
°9 umbrotin hættu. í stað þeirra kom dauðaþögn. Ég færði
mi9 nær rúminu og hlustaði. Ég heyrði engan andardrátt.
öylurinn var hættur að lemja rúðurnar. Nú var ekkert nema
tögnin og myrkrið.
Er hann dauður? spurði ég.
~~ Nei, sagði Gunnlaug. Verið þér rólegur.
O9 hann var ekki dauður. Hann fór að fá andköf, og ég
hfVrði, að líkaminn eins og skrúfaðist til á ýmsar hliðar í
ruminu. Á þessu stóð dálitla stund. Þá hreyttust, með annar-
'e9um, óþýðum málrómi, fram úr honum orðin:
Hann má ekki vera hér.
~~ Hver má ekki vera hér, Bjarni minn? spurði ég, alveg
steinhissa.
Ekkert svar. Og ég endurtók spurninguna.
, Bíðið þér ofurlítið við, sagði húsfreyja. Það er ekki
areiðanlegt, að þér séuð að tala við Bjarna. Hann kann að
Vera kominn burt.
að
Hvað? ... Burt? ... Burt úr rúminu? ... Burt úr
herberginu?
^afði húsfreyja líka fengið óráð? Hafði það dæmst á mig
uera eingöngu með brjáluðum mönnum þennan daginn?
. ~~ Eg á við það, að hann kunni að vera kominn burt úr
amanum, sagði Gunnlaug, eins og ekkert væri um að vera.
T íasja, .. . þá það! sagði ég.
Eg gafst alveg upp.
T Hann má ekki vera hér, hreyttist nú aftur fram úr Bjarna.
9 kveinkaði mér við að segja nokkuð innan um alla
essa vitleysu. Samt spurði ég af nýju, hver ekki mætti
Vera hér.
~~ Ejarni, var svarað.
~~~ Hver ertu? spurði húsfreyja.
~~ Þú veizt það, var hreytt fram harkalega.
lík 'n^a^ E1 hafði þessi hreytingur komið með örðugleikum,
j.as^ Því sem einhverri stíflu yrði að ýta fram með afli. Nú
or Ht að verða liðugra.