Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 52
EIMREIÐIN
Skinnklæði.
í fyrri daga, þegar féð var skorið á haustin í sveitunum,
var það venjulega gert á sléttri flöt við bæinn — blóðvellinum,
og annað hvort ekkert eða mjög lítið, svo sem reiðingstorfa
eða melja, lagt á jörðina undir kindina. Varð því ávalt all-
mikill blóðháls á gærunni. Þegar búið var að gera iil kindina,
var blóðhálsinn undinn yfir holdrosann, og blóðinu vandlega
strokið um alla gæruna að innan, hún síðan breidd á garð
eða staur, með ullina niður, svo blóðið gæti sem fyrst
þornað inn í hana.1) Þóttu skinnin verða þéttari við þessa
meðferð. (
Ekki voru gærur rakaðar fyr en þær voru þriggja nátta
frá skurðardegi, því það var trú manna, að ullin á gærunum
héldi áfram að vaxa þann tíma. Þeir sögðu sem satt var, að
ef gæra var rökuð nýflegin, hversu vel sem það væri gert,
þá yrði þó skinnið loðrakað eftir þrjár nætur. Þann tíma
þurfti skinnið raunar til þess að falla svo saman, að unt væri
að koma hnifsegginni nægilega vel að hárrótunum.
Þegar búið var að raka gæruna, varð hún að ull og skinni.
Skinnin voru þurkuð svo fljótt sem unt var, sumstaðar á þar
til gerðri grind, en venjulegast, einkum þar sem mörgu fé
var slátrað, voru þau hæld á húsaþil ýmist einföld eða tvö-
föld yfir sköft með holdrosann út. Voru þau þannig hæld, að
þau fengju þá lögun, er bezt samsvarði því, sem þau vorU
ætluð til, en ekki var neitt sótt eftir að þenja þau mjög.
Er skinnin voru fullþur, voru þau oftast lituð. Aður en
blásteinn varð auðfenginn til litunar, voru skinnin annað hvort
heimalituð í sortulyngs- eða birkibarkarseyði, sem þau voru
látin liggja í lengur eða skemur eftir ástæðum, eða þeim var
1) Einkennilegur siÖur var það, og líklega gamall, að þá er maður
hafði skorið höfuðið af kindinni, sló hann því þrisvar við slrjúpann °S
átti að segja: „Upp! upp! önnur í þinn stað\