Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN
GUÐFRÆÐINÁM OG GÓÐ KIRKJA
157
tafur hann gefið fyrirmynd og fræðslu, sem sífelt á að leiða
uiennina inn á andlegri og göfugri brautir. En sem dómari
er hann sá, er sífelt ber að spyrja, hvað sé rétt og hvað sé
rangt, og sífelt bendir á hætturnar, sem oss ber að varast.
En hvernig er slíkt örugt, ef hvaða kynslóð sem er hefur
leYfi til að leggja honum sín eigin slengiyrði í munn? Sannar-
le2a væri þá alt kristnihald með þjóðunum einskis virði, —
tómur skrípaleikur. Við því má mannkynið sízt.
Nei, það, sem fyrst og fremst er tilgangur alls kristnihalds
°9 kirkju, er að boða þjóðunum Krist, ekki eins og þeim
s)álfum gott þykir þá og þá stundina, heldur Krist sjálfan
e>ns og vér getum með bezta móti vitað, að hann var, en til
þess þurfum vér margþætta sögurannsókn.
Mynd hans á að vera letruð blóðugu letri langvinns strits
1 vísindalegri sannleiksleit í hjörtu allra, sem boða hann í
lrkjunnar þjónustu. Þeir þurfa að hafa reikað um »graf-
nuelfingar og þornaða brunna* fánýtra og skammærra lífs-
shoðana liðna tímans, og þeir þurfa að hafa bergt á beiskum
‘kar svartsýnnar og blindfæddrar orðkappaheimspeki og
Undið, að ekkert af þessu gat veitt svölun og ekkert af þessu
komist í nánd við lífsgildisauð og eilífa göfgi prédikunar
’ðnaðarmannsins, sem krossfestur var fyrir álognar pólitískar
Sakir fyrir 2000 árum. En með lífshugsjón hans á kirkjan að
sfanda sem leiðtogi og dómari samtíðar sinnar. Hún á að
nYÍa viljasljóan nútímann til nýtra starfa. Hún á að hjálpa
' að leiða fram í sálum einstaklinganna þrá eftir hinu fagra.
Un á að taka í þjónustu sína hið fegursta úr listum og
^enningu nútímans, og hún á að bjóða fagnandi faðminn
nYrri þekkingu sem nýrri opinberun á guðlegri dýrð. Og hún
a að lyfta hugum manna að andlegum og háum lífsmarkmið-
Um frá fánýtu og heimskulegu glingri við einskisverða hluti.
p ^lns og Jesús Kristur vó með sárbeittu sverði orðsins að
ariseum og fræðimönnum, hinum blindu leiðtogum þjóðar
Slnnar, — þannig á kirkja nútímans að standa yfir höfuð-
®u°rðum allra hræsnara og froðukúfa, allra lofsjúkra lýð-
rumara, hvort sem þeir eru rithöfundar, heimspekingar,
^lórnmálamenn eða alt þetta í senn. Hún á að tæta sundur
> sem er skaðlegt eða einskisvert og láta þar ekki standa