Eimreiðin - 01.04.1929, Blaðsíða 49
EIMRHIÐIN
VERALDIR í SMÍÐUM
137
Bogmanninn, Sporðdrekann og Höggormshaldarann. Sólkerfið
er eins og eitt smákorn utarlega í hringlaga heild, sem líkist
mest úri að lögun. Þegar vér horfum í brún úrsins, sjáum
ver urmul stjarna, sem vér köllum einu nafni Vetrarbraut.
Eo þegar litið er til hliðanna, eða í rétt horn við þverflöt
tess, sjáum vér, eins og eðlilegt er, margfalt færri stjörnur.
MVnd af stjörnuhafi því, sem sólkerfi vort á heima í. Stjörnuhaf þetta
er 200.000 ljósár á lengd og 20.000 ljósár á breidd. Sólkerfi vort
er um 50.000 ljósár frá miöju stjörnuhafsins og er merkt á myndinni
með krossi.
f’egar oss skilst samband jarðarinnar við sólkerfið og sam-
^nd sólarinnar við stjörnuhafið, sem umlykur hana, og vitum
^fnframt, að til eru önnur stjörnuhöf, svo þúsundum skiftir,
u*an við takmörk vors eigin stjörnuhafs, þá kemur sú spurn-
’n9 eðlilega fram í hugann, hvort ekki se þá eitthvert alls-
^erjarsamband milli sjálfra stjörnuhafanna. Öll þekking vor á
^ðbundinni einingu og einfaldleik alls hins skapaða styður
tá trú vora, að svo muni vera.
Sv. S. þýddi.
10