Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 6
356
HANN ER AÐ KOMA
eimreiðin
Hið bágborna ástand, sem menning fornaldarinnar var
komin í um þetta leyti, var ef til vill hvergi bágbornara en
í sjálfu Gyðingalandi. Yfir Iandinu drotnaði Heródes mikh,
skjólstæðingur Ágústusar keisara, og drotnaði með harðri
hendi. Sumir sagnfræðingar og ritskýrendur hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að Jesús hljóti að vera fæddur a. m. k.
4 árum fyr en talið er. Ef það er rétt, fæðist hinn mikh
konungur sama árið og Heródes mikli, síðasti konungur Gyð-
inganna, deyr. Þessi blóðþyrsti harðstjóri, sem hafði látið
brytja niður landslýðinn fyrir litlpr eða engar sakir, sem hafði
látið fremja ótal morð og ekki vægt nánustu skyldmennum
sínum, látið t. d. taka af lífi þrjá sonu sína og saklausa eigtn-
konu sína, af ætt Maccabeanna, deyr af hræðilegum sjúk-
dómi, hataður og fyrirlitinn, í einni af höllum sínum, árið 4
f. Kr. Ef sagnfræðingarnir hafa rétt fyrir sér, fæðist á sama
ári hinn mikli andlegi leiðtogi mannkynsins, sá sem frelsa
átti heiminn. Jósef frá Nazaret og María, heitkona hans, fara
til Betlehem, til að láta skrásetja sig að boði Agústusar
keisara. Þau koma þangað seint um kvöld ókunnug, fá hvergi
inni, verða loks að láta fyrirberast í úthýsi einu. En um nótt-
ina fæðir María „son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og
lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í
gistihúsinu“. Fáeinir útvaldir vita um, að von sé á mannkyns-
fræðara. í kyrþey og í leyndum hafa þeir verið að undirbúa
komu hans. I/itringar koma úr Austurlöndum, eftir því sem
Mattheus skýrir frá, til þess að fagna fæðingu barnsins.
„Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonungur? Wér höfum séð
stjörnu hans austur frá og erum komnir til að veita honum
lotningu". — Og þeir færðu honum gjafir: gull, reykelsi og
myrru.
Þeir tímar, sem vér nú lifum á, eru eftirvæntingartímar.
Margskonar erfiðleikar steðja að þjóðunum. Menn þrá nýjav
og betri heim. Ástandið er ekki með öllu ólíkt því og það
var um það leyti sem meistarinn frá Nazaret kom fram. Það
getur átt við nú, að minsta kosti sumstaðar, að trúarbrögðm
séu orðin að hjátrú, heimspekin að afneitun og efasýki, stjórn-
málin að sérhagsmunabaráttu og flokkadráttum. Eldurinn,
sem Promeþeifs færði mönnunum, er að dofna. Stjórnmála-