Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 14
364
A. KIELLAND OG GESTUR PÁLSSON eimreiðin
En stærsta dæmið um sjálfslygi og samvizkudráp með að-
stoð prestsins og heiðarlegs fólks er þó dæmi Jóns sjálfs.
III.
Það er ekki fyr en 1888 að næstu sögur Gests koma út:
Þrjár sögur: Grímur kaupmaður deyr, Tilhugalífið og Vor-
draumur.
Er nú hægt að sjá nokkur merki Kiellands á þessum sög-
um? Einar H. Kvaran hefur látið það í ljós við mig, að
tæplega mundi vera um áhrif frá Kielland að ræða í öðrum
sögum Gests en Kærleiksheimilinu, sem auðsæilega bæri
merki sögunnar Else. I raun og veru er það alldjarft að
ætla sér að hafa aðra skoðun á Gesti en samtímarithöfundur,
sem þekti hann svo vel sem Einar gerði. Samt á ég bágt
með að trúa öðru en að áhrifa frá Kielland, og þeirra ekki
alllítilla, kenni, jafnvel í frumlegustu sögu Gests. En hinu trúi
ég og, að hann hafi þar skrifað út frá sínum eigin hjartarót-
um og ekki — vísvitandi — eftir fyrirmyndum frá neinum.
Þess verður vart á árunum, sem á milli verða útkomu
Verðandi og þriggja sagna, að Gestur hefur ekki lagt Kiel-
land á hilluna. I lok þess tímabils var Kielland að vísu búinn
að lifa sitt fegursta sem rithöfundur; bæði Skipper Worse o9
To Novelletter fra Danmark höfðu komið 1882, og síðan
hafði hann skrifað Gift 1883, Fortuna 1884, Sne 1886 og
Tre Par, leikrit, 1886.
Þeir Heimdallar-menn höfðu þýtt tvær smásögur eftir Kiel'
land 1884: Karen, perluna frá 1882, og En Torvmyr úr eldri
smásögunum, og Tveir vinir höfðu komið í Iðunni 1887. Auk
þess höfðu Goodtemplarar í stúkunni »Einingin« leikið »Kon-
ungsins valdsmann® eftir Kielland (sbr. Fjallk. 30. apríl 1886).
Gæti vel hugsast, að Gestur hafi verið þess hvetjandi, þvl
hann var í reglunni árin 1885—88.
En það sést beinlínis á Suðra, blaði Gests, að Kielland
hefur verið honum tiltækur; þannig sækir hann á einum stað
samlíkingu úr Torvmyr, og 21. febr. 1885 skrifar hann grein-
ina Náttuglur um forntungurnar, sem allfræg er orðin. En su
grein er raunar ekki annað en stæling á 5. kapítula í bók
Kiellands, Gift.