Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 18
368
A. KIELLAND OG GESTUR PÁLSSON eimreiðiN
Að lokum má geta þess, að Georg Brandes taldi þessa
sögu perluna í bókinni (Politiken 29. jan. 1897).
En eins og áður er drepið á, benti Hagalín á það — fyrstur
manna mér vitanlega — að mannlýsingarnar í þessari sögu
mintu á Kielland.
Hliðstæðar mannlýsingar er að finna í sögunni Garman og
Worse (1880), og þó meira en mannlýsingar, því þar ma
líka finna söguþráð Gests, mjög Iítið breyttan.
Kielland segir þar frá guðfræðikandídat (Johnsen), ungum
og óhörðnuðum, sem verður fyrir áhrifum af töfrandi kven-
manni af heldra fólki (fröken Rachel Garman), með nýjum
og óbilgjörnum skoðunum og sterkum kröfum um sannleiksást
og trúmensku við hugsjónirnar. Þessi áhrif eru svo sterk i
bili, að hinn stöðugi framaferill guðfræðikandídatsins virðist
ætla að leggja snögga lykkju á leið sína. En þegar hættan er
mest er hjálpin næst í líki gamals og elskulegs prófasts
(Provsten Sparre), sem kann mjúku tamningartökin á þessum
geistu folum og verður ekki skotaskuld úr því að ná þeim
niður á hið lögboðna og hefðbundna tölt kirkjugæðinganna.
Hann bendir kandídatinum með ljúfmensku á, að í raun oS
veru sé uppreisn hans ekki sprottin af ást til hugsjónanna
heldur blátt áfram af ást til konunnar. Með skömm og sneypu
verður kandídatinn að játa þetta á sig, og eftir hæfilegan um-
hugsunartíma er hann aftur orðinn fastur í rásinni, upp a
gamla mátann, og innilega þakklátur þessum elskuverða kirk|U'
höfðingja, sem farið hefur svo mjúklega höndum um bresti
hans og kveikt svo bjartar embættisvonir í brjósti hans. Oð
þær vonir bregðast ekki; Kielland skilst ekki fyrr við kandi'
datinn en hann er orðinn tengdasonur prófastsins (gi^ur
fröken Barbara Sparre).
Meðferð Gests á þessum söguþræði er að vísu dálítið breylf’
en í engu svo að um haggi aðalatriðin. Ðjarni kandídat er
trúlofaður dóttur prófastsins á Stað, sem með áhrifum sínum
og einkum fjárkröfum fær bændur til að kjósa hann. Nokkra
daga dvelur Bjarni á Stað, áður en þessi prestskosning íarI
fram, og þá kynnist hann Önnu, sýslumannsekkju, sem hrifur
hann með æskufjöri sínu, hugsjónum og sannleiksþrá. ÞaU
trúlofast — en morguninn eftir fær Bjarni eftirþanka; prófasl