Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 31
eimreiðin
ÍSLENZK KIRKjA
381
stofni til, sem hefur lagt mannkyninu til ýmsa beztu náttúru-
fræðinga og uppfyndingamenn, og þá er ekki að undra, þótt
hann taki að beita sinni rótgrónu rýníhneigð einnig á svið
trúarinnar. Hér höfðu hjörtu almennings áreiðanlega þráð
um mörg ár að heyra boðskap um hin hinstu rök, þar sem
iafnljóst var frá skýrt og góð skil gerð alls frá sjónarmiði
si<ynseminnar.
Spíritisminn hefur hjálpað mönnum til þess að hugsa skýr-
ar um dularfylsta viðfangsefni mannsandans, lífið eftir dauð-
aan, sannfært fjölmarga um tilveru persónulegs lífs að þessu
ioknu, fyrir eigin rannsóknir, og enn aðra fyrir lestur um þær.
Hann hefur brotið í rústir helztu vígi efnishyggjunnar fyrir flest-
um hugsandi mönnum, og vakið menn til hugsunar um, hversu
óumræðilega fagur og sannur sá boðskapur sé, sem Kristur
flutti mannkyninu. Kirkjunni hefur verið ómetanlegur fengur
f sálrænum rannsóknum, því allar helztu niðurstöður þeirra
^afa sýnt, að grundvallaratriði kristinnar trúar, kenningin um
andlegan heim, er veruleiki.
En þrátt fyrir það, þó meginhluti íslenzkrar kirkju hafi
sveigst inn á jafnsigurvænlega braut sem frjáls, óháð hugsun
Wýtur að opna, og þrátt fyrir það þó vísindalegar niðurstöður
hallist á sveif með kristindómnum um að til sé andlegur heim-
Ur- þá er mjög um það rætt í seinni tíð, að kirkjan sé hnign-
andi stofnun og til dauða dæmd. Þann dauðadóm á að vera
hasgt að lesa ýmist í sljóum augum þeirra mörgu afskifta-
leysingja um andleg mál, sem hanga þó innan kirkjunnar, eða
tá í beittum eitureggjum þeirra manna, sem herja á hana og
kjósa hana feiga.
Ekki tjáir að mæla gegn því, að mjög margir eru sinnu-
faiisir um trúmál. Mörgum getum er að því leitt, hvað valdi.
Sumir telja kirkjuna of frjálslynda, aðrir presta landsins of
titla eldkveikjumenn o. s. frv. En meginorsök þessa ætla ég að
rekja megi til þess, að nú um stund virðist þjóðin mjög hafa orð-
fangin af viðfangsefnum, sem liggja allfjarri trúarlegum iðkun-
Ulu- Um leið og erlent fjármagn fann sér farveg hingað inn,
voknuðu blundandi kraftar meðal þjóðarinnar til athafna. Og
uVr tími heimtaði alla orku til starfs. Á ný stóðu menn uppi
1 onumdu landi sem nýyrkjar á öllum sviðum. Og enn er