Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Side 32

Eimreiðin - 01.10.1933, Side 32
382 ÍSLENZK KIRK]A EIMREIÐIW skamt á veg komið með það starf, ennþá kallar lífið á æsk- una til þess að taka þátt í sköpun nýja íslands; og fögnuður- inn yfir því að leggja þar hönd á plóg getur verið nær áfeng- ur. A slíkum breytingatímum er sem lítið næði gefist til innri þjálfunar eða trúarlegra iðkana. Handan við þetta alt rís kirkjan með háa turna, er mæna til himins. Hún rís ekki gegn hinu framsækna menningarlífi, en starfar aðeins á öðru sviði. Hún hvetur til sífelds endur- mats á raunverulegu gildi alls þess, sem menn sækjast mest eftir, og bendir á, að sálarfriður verður aldrei keyptur fyrir gull, og að hver sú menning sé fánýt, sem byggist eingöngu á hagnýting orku, en hirðir ekkert um að auka ást til manna og trú á lífið. Hún er rödd, sem hrópar við veg kynslóðanna: »Jarðneskt líf er brú, sem þú átt að ganga yfir, en ekki að byggja hús þitt á.« Og þótt hamarshögg allra þeirra mörgu húsagerðarmanna, sem staðar vilja nema á brúnni, þaggi þessa rödd, þá mun hún halda áfram að hrópa, unz eftir verður tekið. En svo virðist ákveðin sókn vera að hefjast gegn kirkju og kristindómi úr herbúðum róttækra pólitískra flokka. Rödd úr þeirri átt kveður sér hljóðs í seinasta Iðunnar- hefti1) og ræðir um kirkjuna og þjóðfélagið. Kirkjan er þar vegin og léttvæg fundin. Starfsemi hennar á aðallega að vera fólgin í því að hafa presta víðsvegar um land, er dýfi fingrum sínum í vatn og hreinsi þar með ómálga börn undan erfðasynd; í því að kenna hverjum einstökum um leið og hann er tekinn að skilja einfalt mál, hrafl af goðasögnum og játningum; og loks í því að kasta agnarnóru af mold á líkamsleifar dáinna. Og þessari starfsemi kirkjunnar segist höf. hafa aðallega eða eingöngu kynst gegnum útvarp! Höfundur þessarar umræddu greinar heitir annars Skúli Guðjónsson, og hann fullyrðir í nafni sínu og margra annara, að kirkjan sé nú þegar komin að fótum fram, og beri ríkisvaldinu að hætta að styrkja hana. Dálítils tvískinnungs gætir nú samt í þessari hnignunar- kenningu höfundar, því jafnframt talar hann um allmikil ítök, sem kirkjan eigi meðal allmikils hóps manna. Raunar stafi þessi ítök ekki af trúarlegum áhuga eða hrifningu fyrir kenn- 1) Iöunn, árg. 1933, 1.—2. hefti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.