Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 32
382
ÍSLENZK KIRK]A
EIMREIÐIW
skamt á veg komið með það starf, ennþá kallar lífið á æsk-
una til þess að taka þátt í sköpun nýja íslands; og fögnuður-
inn yfir því að leggja þar hönd á plóg getur verið nær áfeng-
ur. A slíkum breytingatímum er sem lítið næði gefist til innri
þjálfunar eða trúarlegra iðkana.
Handan við þetta alt rís kirkjan með háa turna, er mæna
til himins. Hún rís ekki gegn hinu framsækna menningarlífi,
en starfar aðeins á öðru sviði. Hún hvetur til sífelds endur-
mats á raunverulegu gildi alls þess, sem menn sækjast mest
eftir, og bendir á, að sálarfriður verður aldrei keyptur fyrir
gull, og að hver sú menning sé fánýt, sem byggist eingöngu
á hagnýting orku, en hirðir ekkert um að auka ást til manna
og trú á lífið. Hún er rödd, sem hrópar við veg kynslóðanna:
»Jarðneskt líf er brú, sem þú átt að ganga yfir, en ekki að
byggja hús þitt á.« Og þótt hamarshögg allra þeirra mörgu
húsagerðarmanna, sem staðar vilja nema á brúnni, þaggi þessa
rödd, þá mun hún halda áfram að hrópa, unz eftir verður tekið.
En svo virðist ákveðin sókn vera að hefjast gegn kirkju og
kristindómi úr herbúðum róttækra pólitískra flokka.
Rödd úr þeirri átt kveður sér hljóðs í seinasta Iðunnar-
hefti1) og ræðir um kirkjuna og þjóðfélagið. Kirkjan er þar
vegin og léttvæg fundin. Starfsemi hennar á aðallega að vera
fólgin í því að hafa presta víðsvegar um land, er dýfi fingrum
sínum í vatn og hreinsi þar með ómálga börn undan erfðasynd;
í því að kenna hverjum einstökum um leið og hann er tekinn
að skilja einfalt mál, hrafl af goðasögnum og játningum; og
loks í því að kasta agnarnóru af mold á líkamsleifar dáinna.
Og þessari starfsemi kirkjunnar segist höf. hafa aðallega eða
eingöngu kynst gegnum útvarp! Höfundur þessarar umræddu
greinar heitir annars Skúli Guðjónsson, og hann fullyrðir í
nafni sínu og margra annara, að kirkjan sé nú þegar komin
að fótum fram, og beri ríkisvaldinu að hætta að styrkja hana.
Dálítils tvískinnungs gætir nú samt í þessari hnignunar-
kenningu höfundar, því jafnframt talar hann um allmikil ítök,
sem kirkjan eigi meðal allmikils hóps manna. Raunar stafi
þessi ítök ekki af trúarlegum áhuga eða hrifningu fyrir kenn-
1) Iöunn, árg. 1933, 1.—2. hefti.