Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 33
EIMREIÐIN
ÍSLENZK KIRKJA
383
‘ngu prestanna, heldur af einangrun og vanafestu. Og afstaða
höfundarins fer smátt og smátt að skýrast, er líður á greinina.
Þá sér lesandinn, að það er alt annað en að kirkjan sé að áliti
hans ideyjandi stofnun, en hann vill hana feiga af pólitískum
ástæðum. Hann veit að hún á geysileg ítök, ekki sízt meðal
u>nnandi stéttar, en hann telur að hún geri lýðinn >deig-
an. óframfærinn og tómlátan um baráttu fyrir bættum hag«.
Hann telur sem sagt kirkjuna standa mjög í vegi þess, að
hægt muni vera að fá verkamenn til að gera byltingu og
heimta með hnefum þann rétt, sem þeim beri í þjóðfélögum.
Til þess að gera þjóðfélagsbyltingu þarf mikinn undirbúning.
Það þarf meðal annars að sá í sem flest verkamannabrjóst
lakmarkalausu stéttahatri. Það þarf að losa um villidýrið í sem
^lestum, svæfa »borgaraIega samvizku* og kynda að þeirri
9lóð, að æðsta gleði sé fólgin í auð og völdum.
Ekki er að undra þótt kirkjan sé skoðuð einn stærsti óvin-
Urinn á leið byltingarinnar, og þess vegna er reynt að svívirða
hana sem mest, telja hana auðvaldsþý og kenningu hennar
ópíum fyrir fólkið. í örvænting sinni úthella þessir menn yfir hana
ókvæðisorðum, sem þeir annars eru svo fátækir af, því hennar
Ve9na eiga þeir erfiðara með að skera upp herör meðal
verkamanna og beita þeim blóðugum til axla fyrir sigurvagn
hins nýja framtíðarríkis. Því vegna ítakanna, sem kirkjan á meðal
iólks, og þeirra siðaboða, sem henni hefur tekist, þrátt fyrir
^argumtalaða lélega kristindómsfræðslu, að kenna börnum
smum beint eða óbeint, og vegna þess andrúmslofts, sem
hefur skapast fyrir starfsemi hennar í gegnum aldirnar, verð-
Ur erfitt að hóa saman skikkanlegum verkamönnum og gera
t>á að djöfullegum böðlum á bræður sína og systur.
En jafnframt þessari andstöðu er að gerast annað fyrir-
br>gði í sambandi við kirkjuna, sem einnig á rætur sínar í
félagslegum jarðvegi. Um kosningar til Alþingis sérstaklega
er farið að hampa því af vissum mönnum, að þeir og þeirra
flokkur sé til þess hæfastur að halda vernd sinni yfir kirkju og
hdstindómi. Á vinsældum kirkjunnar hyggjast þeir fiska atkvæði.
Mikil hætta stafar kirkjunni af þessu, og hlýtur hún að biðja
9uð að forða sér frá þessum vinum sínum. Því þótt kirkjan
hljóti að andæfa hvers konar ofbeldishneigð róttækustu flokka,