Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 34
384
ÍSLENZK KIRK]A
EIMREIÐIN
þá er ekki þar með sagt, að hún sé verndari neins viss stjórn-
arfyrirkomulags. Ekkert skipulag í félagslífi hefur enn fengist,
sem kirkja Krists getur verið ánægð með, og vei þeirri kirkju,
sem semur frið við nokkurn stjórnmálaflokk. Auga hennar
má aldrei lokast fyrir því gífurlega misrétti, sem ríkir manna
meðal, fyrir fégræðginni, valdafíkninni, svikunum og yfirhylm-
ingunum, sem þræðir sig eins og rauður þráður í gegnum alt
stjórnmálalíf nútímans. Og til þess að sigra þennan óskapnað
hefur hún valið sér hina erfiðu, seinförnu, en að hennar dómi
þá einu öruggu leið, að gera hvern einstakling kristinn. Hún
hlýtur að telja það skyldu sína að hníga til átaka með öllum
þeim stefnum, er jafna vilja misréttinn, og sem neyðarvörn
gegn óviðunandi ástandi gengst hún fyrir líknarstarfsemi, því
vitanlega er það einnig markmiðið, að örugg afkoma hvers
manns fáist í veraldlegum efnum.
Það eru fleiri en stjórnmálaflokkar, sem vilja ábatast á
kirkjunni. Vissar stéttir manna iðka það mjög að nota hátíðir
hennar og vissar athafnir í gróða skyni. (Jm jarðarfarirnar í
höfuðstaðnum var skrifað í 2. hefti Eimreiðarinnar þ. á. og
sýnt fram á, í hvíííkar öfgar allur íburðurinn í sambandi við
þær er kominn. Ohugsandi er annað en kirkjuráð láti þessi
mál til sín taka og sjái um, að ekki sé svo að segja verzlað
í helgidómi guðs.
Hér hefur tilraun verið gerð til þess að varpa í skynding
ljósi yfir þróunarsögu nútíma-kirkjunnar og reynt að sýna
fram á, að stefna hennar í frjálslyndis átt sé bæði sigurvæn-
leg og heillavænleg til áhrifa meðal þjóðarinnar. Vera má að
eldri stefnu mönnum þyki sem starfsemi þeirra innan kirkjunnar
sé þar með lítils metin. En þó fullyrt sé, að þjóðinni sem
heild muni betur hæfa frjálslynd kirkja, þá er ekki þar með
sagt, að allar tegundir manna sætti sig þar bezt við. Eins og
þegar er sagt, gætir starfs eldri stefnu manna aðallega í
Reykjavík, og hafa þeir langsamlega mest sett mót sitt á þá
kirkju, og hún virðist veita mörgum þar hvíld, öryggi og
frið við sjálfan sig og heiminn. Annars mætti varpa þeirri
spurningu fram til yfirvegunar, hvort alt of margir standi ekki
utan veggja þeirrar kirkju (þó þeir greiði sóknargjöld), af þvi
hún sé of þröng. Með þessum athugunum vildi ég engar ýf-