Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 35
E'MREIÐIN
ÍSLENZK KIRKJA
385
'ngar vekja meðal sundurleitra trúmálastefna. Meiri þörf er
”u á samvinnu allra þeirra, er unna kristindómi, um starf og
líf. Þjóðin hefur um skeið sökt sér niður í lausnir ytri vanda-
^ála, en þó er henni mjög hamingjuvant. Þrátt fyrir trúna á
m°9uleika moldarinnar, á glómálma í djúpum úthafanna, á
framtíðarríki, þar sem sorgir eiga að stillast og vandamál
einstaklinga áð leysast, þá naga innri sorgir hjarta nútíma-
Wannsins. Þærsorgir vill kirkjan gera tilraunir til að sefa. Hún
boðar trú á möguleika mannssálarinnar og telur enga hamingju
9eta unnist nema fyrir innri fullkomnun og samband og sam-
v>tund við Guð, föður alls.
Hlutverk kirkju framtíðarinnar er mikið. Guðsþjónustur
aennar eiga að vera gagnþrungnar andlegleik, þær eiga að
^era einskonar hlið, þar sem víðar gáttir opnast til andlegri
upima. Þar eigum við að gleyma jarðneskum áhyggjum, og
ulórtun að opnast fyrir innflæði guðlegra krafta. í guðshúsi
f'gum við að geta fengið lækning ótal andlegra meina, hug-
lrnir að fyllast gleði, óttaleysi, kærleika. Fyrir samstillingu
*?ar9ra og sambæn á kraftur að fást til fullkomins lífernis.
9 1 málaflutningi sínum og trúboðsstarfi má henni ekki gleym-
asf> að enginn verður kristinn fyrir það að læra utan að
•’okkurar þulur eða þokukendar setningar. Og Krists-eftirfylgd
er, ekki fólgin í uppfyllingu vissra utan að lærðra boðorða,
ne 1 því að breiða yfir sig skikkju trúðsins og reyna að leika
meistarann. Kristinn er sá einn, sem hefur lofað mildum
e9 máttugum anda hans að seitla um djúp verundar sinnar.
akmark kristinnar trúar er að kalla fram til starfs það
ezta og stærsta, sem leynist í sál og samvizku hverrar þjóðar,
®*umitt þá fegurð, þá göfgi, þann andlega kraft, sem hver
Vnflokkur og hver kynslóð á falið eins og glóð í djúpum
s síns. Kirkja landsins þarf að skapa sér starfsaðferðir
1 hæfi þjóðarinnar. Helgisiðir hennar þurfa að eiga sér
rætur í þjóðarsálinni, boðskapur hennar að vera fluttur á máli,
Sern hver getur skilið, og þannig að bergmál veki í vitund
°9 sál.
Markmiðið hér er íslenzk kirkja.
Páll Þorleifsson.
25