Eimreiðin - 01.10.1933, Side 41
eimreiðin
HRÍMSKÓGUR
391
iónum, fyllir allan geiminn, er þessar miljónir ískristalla snert-
ast á öldum lofts og ljóss.
Tunglið veður í skýjum. Annað veifið er lundurinn rökkur-
blátt draumaland. Þá slokkna blysin öll. En bjöllurnar klingja.
Og tónn þeirra er kvöldblár og svalur. Að vörmu spori kemur
tunglið fram á ný og kveikir öll blysin. Og bjöllurnar klingja.
En nú er tónn þeirra ljósleiftrandi og fagnaðarþrunginn.
Lundurinn allur logar og syngur. Hér mætast himinn og jörð
í sál vetrarins, og raddir þeirra hljóma í silfurbjöllum ískrist-
allanna með undursamlegu ómasamræmi. Og sál mín syngur
með. Bergmálar við himni og jörð. Rennur saman við sál
vetrarins. Og hrímfegurðin og ísrósavefnaður vetrarins, sem
aetíð hefur verið mér ímynd hinnar andvana fegurðar, rís nú
upp frá dauðum. Hún er þrungin af lífi og fegurð, og blikar
°S syngur og hlær djúpt inni í mínu eigin hjarta:
Lífið er dásamlegt. Lífið er í öllu. Lífið er eilíft og æ hið
sama í öllum myndum. í sólbliki sumarsins og ískristöllum
vetrarins! Hrímgullnar greinar hvítra birkitrjáa vagga nú sál
vetrarins í örmum sínum og seiða til sín að utan hið frost-
tæra kristallslíf fegurðarinnar. En að 4—5 mánuðum liðnum
lifnar þessi sami skógur innan frá og laufgast. Þá streymir
safi og sefja úr móðurbrjóstum jarðarinnar um hverja frumu-
bjarkarinnar út í yztu brumknappa, svo skeljarnar bresta
með svolitlum smelli, og ungir grænvoðungar brosa fagnandi
við bjartri vorsólinni. Á örskömmum tíma verður lundurinn
þá að guðsgrænu æfintýri, og sólþyrst laufið, ilmþrungið og
yndislegt, drekkur í sig endurfædda kristallsfegurð vetrarins í
drjúpandi döggum úr djúpum skálum vornæturinnar.
Þannig tekur hið eilífa líf náttúrunnar höndum saman í sí-
íeldri hringrás. Sálir vetrar og sumars fallast í faðma. Og
sæluþrunginn andardráttur þeirra er ljóðaljóð lífsins og
íegurðarinnar! — — —
Hugur minn var hljóður og kyrr, eins og lognsvalt, heið-
skírt vetrarkvöldið — einn stiltur strengur, er söng í samræmi
við silfurbjöllurnar. Sál mín var tær og skír, eins og ískrist-
allarnir, og klukknakliðurinn gekk í rauðum bylgjum gegn um
blóð mitt. Ég rann allur saman við þessa ójarðnesku undra-
íegurð — sál mín og vitund. Mér fanst ég svífa hátt og langt