Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.10.1933, Blaðsíða 50
400 FRÁ HNITBJÖRGUM EIMREIÐIN hægri. En hann finnur ekkert, nema líkklæðin, því sál hinnar framliðnu er horfin. Konulíkið er aðeins sýnt með línum á myndinni, og gerir það myndina enn þá átakanlegri. And- stæðan milli lífsgleðinnar í danzinum að baki syrgjandanum og tómleikans framundan í vonlausri leitinni að ástvininum horfna, þar sem ekkert er fyrir nema líkklæðin og auðn moldarinnar, er svo sterk, að vart verður með orðum lýst. Vfir myndinni hvílir þögul tign. Væri óskandi að hún ætti eftir að verða stækkuð og höggvin í hvítan marmara. Fyrsti landnámsmaður íslands er líkan af keltneskum munk, papa, sem heldur krossi Krists á lofti og blessar með hægri hendi yfir Island, en á endum krossins eru greiptir landvætt- irnir fjórir: risinn, drekinn, gammurinn og nautið. E. J. hefur fundið svo mikla líkingu með þessum táknum hinna heiðnu landvætta og hinna kristnu merkja guðspjallamannanna fjög- urra, sem voru engill, ljón, fugl og fjórða merkið hið sama, að. hann álítur hvorttveggja táknin af sameiginlegri rót. Það er talið að samskonar tákn hafi verið til hjá Assýríumönnum hinum fornu, og að líkindum eru þau til frá miklu eldri tímum. Á stalli líkneskisins, undir upphleyptri mynd af landinu, standa þessi orð á forn-gaelisku: »Guð blessi þessa jörð«. Ef Einar Jónsson hefði lifað með stærri þjóðum, mundi að líkindum vera risin voldug bygging utan um listaverk hans, þau sjálf stækkuð og komin í marmara, mörg hver, og lista- maðurinn með heila hirð nemenda og aðstoðarmanna um sig, líkt og Thorvaldsen hafði á sínum tíma og þeir Vigeland og Epstein hafa nú. Þessu er ekki til að dreifa. Einar hefur sjálfur kosið að lifa með sinni eigin þjóð. Hann vinnur einn að mótun mynda sinna og stækkun, hefur lítið um aðstoðar- menn, vinnur flest grófari verkin, í sambandi við starf sitt, sjálfur. Og hann vinnur í sífellu að nýrri sköpun hug- mynda og heggur þær í steininn. Fátæk smáþjóð hefur búið svo að honum sem hún má, og hann virðist una hag sínum vel í ríki sinna eigin hugmynda. En það eru ekki allir, sem vita enn til fulls, hvílíkan auð hann hefur fært þjóðinni með verkum sínum, sem vita, að hann er alt af að bæta við þann auð, að hann er að koma á fót uppeldisstofnun og skóla fyrir íslenzka kynslóð nú og í framtíðinni. Að þeim skóla er öllum heimill aðgangur. Og það fer ekki hjá því, að þeir sem sækja þann skóla með áhuga, koma þaðan vitrari og betri. Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.