Eimreiðin - 01.10.1933, Side 51
EIMREIÐIN
Esperantó og enska.
í síðasta hefti »Eimreiðarinnar« hefur hr. bóksali Snæbjörn
lónsson skrifað greinarkorn, er hann kallar: »Getur esperantó
kept við enskuna?*. Geysist hann þar fram gegn esperantó
°S sparar ekki stóryrðin. Telur hann, að enginn geti haft
Sagn af því að læra esperantó, og sé „nauðsyn að kveða niður
esPerantó-firruna, sem þegar er búin að gera okkur að við-
undri og athlægi í augum annara þjóða“. Það munar nú
heldur ekki um það. Annars hefur mér virzt esperantó-hreyf-
in9in hér á landi vera lítt öflug hingað til, en mönnum má
virðast eitthvað annað af greininni, þar sem höf. heitir á
allar góðar vættir að fylkja sér um enskuna gegn þessu skað-
r®ði. Menn skyldu þó ætla, að hér væri ekki sérlega mikil
hætta á ferðum, þar sem enska er og hefur lengi verið kend
’ flestöllum skólum á landinu, nema barnaskólum, og þó í
sumum þeirra líka, og í mörgum skólum læra nemendurnir
ensku hvert árið eftir annað. Auk þess er fjöldi manna, er
ye>tir kenslu í ensku utan skóla. En esperantó er ekki kend
> »einum skóla hér á landi, og fyrst nú allrasíðustu árin hefur
einn maður haldið námskeið í þessu máli, sem þó hafa fallið
n>ður í vetur vegna húsnæðisleysis. Margir af íslenzkum es-
Perantistum hafa því orðið að læra málið af eigin ramleik af
b°kum. Margir þeirra (ef til vill flestir) hafa líka eflaust verið
kúnir að læra meira eða minna í ensku, og ekki ættu þeir
aö vera glataðir fyrir enskuna, því að hversvegna skyldu þeir,
Sem þekkja hvorttveggja af eigin raun, taka gagnslausa málið
fram yfir hið nytsama? Þá verða eftir fáeinir menn (ef til vill
nokkrir tugir), sem ekki hafa átt kost á að læra neitt í ensku,
ey hafa lært esperantó annaðhvort á eigin spýtur eða með
einhverri tilsögn. Það getur varla verið gremja út af því, að
kessir fáu menn hafi farið að læra esperantó, í stað þess að
eYria á ensku, sem hleypt hefur greinarhöfundi á stað í þessa
herferð gegn esperantó. Nei, nauðsynin til að kveða niður
esPerantó getur ekki stafað af því, að hún hafi dregið nokkuð
26