Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 52
<302
ESPERANTÓ OQ ENSKA
EIMREIÐIN
úr enskunámi hér á landi hingað til, heldur hlýtur hún að
vera sprottin af ótta við, að svo muni verða í framtíðinni.
En þessi ótti greinarhöf. sýnir, að hann hefur undir niðri
meiri trú á esperantó heldur en hann lætur í veðri vaka, því
að hvernig ætti nauðagagnslaust mál og ómerkilegt í alla
staði, eins og höf. vill vera láta, að geta lokkað menn frá
enskunni, þessu volduga miljónamáli, sem skólarnir keppast við
að innprenta æskulýðnum. Vegna óttans við mátt esperantó-
málsins til þess að útbreiðast hér á landi á kostnað ensk-
unnar, vill hann byrgja brunninn áður en barnið er dottið í
hann og koma esperantó strax fyrir kattarnef.
En hvernig hefur honum tekist þetta? Mér sýnist honum
hafa mistekist það algerlega, og að grein hans sé ekki annað
en stórt vindhögg. 011 rök hans gegn esperantó virðast mér
innifalin í þessari setningu: „Er það barnaskapur á hæsta
stigi (svo að ekki sé viðhaft neitt óvirðulegt orð) að hugsa
sér, að mönnum geti komið að gagni að læra þetta tilbúna
mál, dautt á þann hátt, sem öll tilbúin mál hljóta í eðli sínu
að vera dauð“. Þessu var alment trúað, að minsta kosti af
almenningi, fyrir svo sem þrjátíu árum síðan. Menn héldu, að
tungumálin væru nokkurskonar lífverur, sem yrðu að skap-
ast ósjálfrátt á vörum þjóðanna og ómögulegt væri að ráða
neitt við. Fyrir því héldu menn, að öll gervimál (tilbúin mál)
væru ekki annað en firrur úr einhverjum sérvitringum, and-
vana burðir, sem aldrei gætu öðlast neinn lífsmátt, og þvl
gersamlega ónothæf. En þessi skoðun hefur fyrir löngu verið
hrakin af staðreyndunum, þar sem gervimál hafa verið notuð
bæði í riti og ræðu með fullum árangri, alveg á sama hátt
sem þjóðtungurnar. Menn hafa líka veitt því athygli, að ýmis-
legu í þjóðtungunum svipar til gervimálanna. Orð eru smíðuð
af einstökum mönnum, og festast þau í málinu og samlagast
orðaforða þess. Og einstaklingarnir geta einnig á annan hátt
haft áhrif á þróun málsins, gert merkingar einstakra orða
ákveðnari, notað þau í nýjum merkingum eða jafnvel breytt
alveg merkingu þeirra o. s. frv. Það finst nú heldur engiuu
málsmetandi málfræðingur, sem treystir sér til að halda þvl
fram, að gervimál hljóti að vera dautt og ónothæft, aðeins af
því að það er gervimál.