Eimreiðin - 01.10.1933, Side 54
404
ESPERANTÓ OG ENSKA
EIMREIÐIN
Til þess að sannfæra menn um það, kveðst hann fyrir 15—16
árum hafa alveg gefist upp við að læra esperantó, þrátt fyrir
mjög góð undirbúningsskilyrði, »því á bókina skildi jeg að
miklu leyti< segir hann »þrjár þeirra höfuðtungna vestrænnar
menningar, sem orðstofnarnir eru aðallega teknir úr«. ]eg á
bágt með að trúa því, að mikil alvara hafi verið í þessari
námstilraun greinarhöf., og áreiðanlega hefði hann aldrei kom-
ist langt í öðrum málum, ef hann hefði verið jafn óþolinmóður,
þegar hann byrjaði að læra þau, því að eftir þeim undirbún-
ingi, sem hann kveðst hafa haft, hefðu ekki átt að líða margh-
dagar áður en hann hefði átt að geta skilið esperantótexta við-
stöðulítið, ef hann hefði gert sér nokkurtfarum að læra málfræð-
ina. Það er ótvíræð reynsla fyrir því, að esperantó er miklu auð-
lærðari heldur en nokkur þjóðtunga. Árið 1921 fól Þjóðabanda-
lagið skrifstofu sinni að gefa fullkomna skýrslu, bygða á áreiðan-
legum heimildum, um reynslu þá, sem fengist hefði af esperantó-
kenslu í skólum. Skrifstofan sendi síðan fyrirspurnir um þetta
til stjórna allra þeirra ríkja, sem eru í Þjóðabandalaginu, oS
bygði svo skýrslu sína á svörum þeim, sem hún fékk frá þeim.
í skýrslu þessari stendur meðal annars þetta um námstímann:
»Að því er kenslu fullorðinna snertir, þá sýna stjórnar-
skýrslur þær, sem vér höfum fengið, að í slafneskum, ger*
mönskum og rómönskum löndum eru hin opinberu esperanto-
námsskeið venjulega 20—30 stundir, en í Austur-Asíu 50—60
stundir. Á Þýzkalandi og Spáni, þar sem mörg námskeið eru
haldin innan verkamannafélaganna, er reynslan sú, að verka-
menn, sem aðeins kunna móðurmál sitt, verða færir um
tala esperantó eftir að hafa notið 2 stunda kenslu á viku
vetrarlangt. Auðvitað er alt komið undir áhuga og gáfum
nemandans. Margir esperantistar flaska á því að gera of mikið
úr því, hve mál þeirra sé auðvelt. En það er óhætt að seg)a>
án þess að ýkja, að það sé átta til tíu sinnum léttara helduf
en nokk.urt annað útlent mál, og að menn geti náð fullkom-
inni leikni í að tala það, án þess að fara út fyrir landsteinana.
Og það er líka mjög mikilsvert*.!)
1) L’Esperanlo comme langue auxiliaire internationale. Rapport du
Secrétariat général adopté par la troisiéme Assemblée de Ia Société des
Nations le 21 Septembre 1922, bls. 18—19.