Eimreiðin - 01.10.1933, Page 55
eimreiðin
ESPERANTÓ OQ ENSKA
405
Þessi vitnisburður býst ég við, að verði töluvert þyngri á
'T'etunum heldur en hin persónulega reynsla greinarhöfundar-
ins, einkum þar sem sú reynsla virðist aðeins hafa verið fólgin
í því, að hann hörfaði undan þeim erfiðleikum, sem honum
sVndust vera fram undan, án þess að gera nokkra verulega
tilraun til þess að yfirvinna þá.
En hversu auðvelt sem málið er, þá skiftir það engu að
dómi greinarhöf., því að hann telur það algerlega gagnslaust.
»Þad er þannig langt frá“, segir hann, „að ég láti mér detta
i hug, að nokkur maður hafi gagn af esperantó — nema þá
að hann geti gert sér að atvinnu að kenna það“. En espe-
rantó-kensla er nú ekki svo glæsileg atvinna enn sem komið
er. að minsta kosti hér á landi, að ráð sé fyrir því ger-
andi, að menn fari að læra esperantó aðeins til þess að kenna
hana aftur. Þó viðurkennir greinarhöf., að esperantó muni geta
Verið dægradvöl, líkt eins og tafl og spilaþrautir, fyrir þá, sem
ekki hafi öðru nytsamara að sinna. En á málinu séu engar
bókmentir, það verði ekki notað hér á landi til þess að tala
v'ð útlenda gesti, sem að garði bera, því að ekki muni einn
af hverju þúsundi þeirra kunna neitt í esperantó, og því síður
Seti menn bjargað sér með því, þegar út í heiminn kemur,
dl þess að spyrja til vegar, biðja um rakvatn í gistihúsinu
°- s. frv.
Nú hefur því auðvitað ekki verið haldið fram af esperant-
ls(um, þótt greinarhöf. gefi það í skyn, að esperantó sé ein-
Nít til þess að tala við menn af öllum þjóðum, sem hingað
k°ma, né heldur, að menn þurfi ekki annað en að bregða
fyrir sig esperantó til þess að skiljast hvar sem er í heimin-
UlT1- Slíkt er auðvitað fjarstæða á meðan esperantistar eru
ekki fjölmennari en þeir eru orðnir enn. Enn sem komið er
er ekkert tungumál, og heldur ekki enska, einhlítt til þess
9era sig skiljanlegan hvar sem er í heiminum og jafnvel
bótt ekki sé farið út fyrir Norðurálfuna. En sérhvert mál
emur að gagni sem sambandsliður milli þeirra, sem nota
það, eins esperantó sem önnur mál. Með hjálp esperantó-
^álsins geta menn komist í beint samband við menn í öllum
°ndum heims og skrifast á við þá sér til gagns eða gamans.
11 hafa menn líka notað esperantó einvörðungu, eða því sem