Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 61
eimreiðin
SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA
411
betri og heillavænlegri en hún hafði áður verið. Mér þykir
hlíða að tilgreina hér ummæli annars af riturum dönsku
sarnninganefndarinnar, Funders lögfræðings, í niðurlagsorð-
Ufn greinar, er hann ritaði um frumvarpið í lögfræðitímarit
danskt, sumarið 1918. Býst ég við að þau lýsi nokkuð vel af-
stöðu margra Dana til málsins. Funder kemst þannig að orði:
>,Að lokum skal það tekið fram um frumvarpið í heild sinni, að
•nargir Danir munu að vísu harma það, að Island verður eigi lengur
Lluti af danska ríkinu, er sambandslögin eru gengin í gildi, heldur sjálf-
staett ríki með eigin fána. En þareð tæplega nokkur Dani myndi vilja
'áta bæla sjálfstæðiskröfur íslendinga niður með valdi, var eigi annars
kostur en að reyna að ná samkomulagi um samning um stöðu landsins,
með því að fullveldisviðurkenningin og sérfáninn voru orðin ófrá-
Mikjanleg skilyrði af íslendinga hálfu, þá hlaut flesfum þeim Dönum, er
nokkuð þektu til íslenzkra mála, að hafa verið það ljóst, að engir samn-
'ngar gátu náðst við ísland, er fólu í sér ríkiseiningu. Það hefur verið
sagt, að ef ríkiseiningunni eigi yrði haldið, þá ætti Danmörk heldur að
kjósa algerðan skilnað, en slíkt getur varla verið mælt í alvöru. Það er
skkert særandi fyrir þjóðernistilfinningu Dana í því, að Danmörk gerist
jafningi íslands í ríkjasambandi eins og hér er til stofnað, eða þó að
reYnt sé með þeim hætti að halda við sambandi landanna á nýjum
grundvelli. Vera má að sú tilraun verði aðeins áfangi á leiðinni til al-
Serðs skilnaðar, en hitt er einnig hugsanlegt, að íslendingar verði á-
Uæ9ðir með frelsi það, sem landinu er veitt í sambandslögunum, og að
af því spretti vilji til samvinnu við Danmörku. Danir óska vafalaust sam-
vinnu við ísland, og ýms atriði hins nýja skipulags, svo sem hinn gagn-
kvaemi ríkisborgararéttur, sambandsnefndin, og stofnun danskrar stjórnar-
skrifstofu í Reykjavík, virðist í reyndinni munu styrkja slíka raunhæfa
samvinnu, sem skapa mun sterkari tengsl milli landanna en nokkur lög
skapa. Það er því eigi með öllu ómögulegt, að þeirri ánægju, sem ís-
Isnd aldrei hefur getað fundið, meðan það var hluti danska ríkisins,
verði náð af beggja hálfu í hinu nýja dansk-íslenzka ríkjasambandi".
Með þessum huga mælti þessi maður með frumvarpinu við
bnda sína, og einnig hér á landi heyrðust raddir um það,
°S óskir um það, að sambandslögin myndi leiða til aukinnar,
raunhæfrar samvinnu milli landanna, er yrði báðum þjóðun-
Ulu til góðs. Þær óskir áttu vafalaust drjúgan þátt í því, að
samkomulag fékst í samninganefndinni og að frumvarpið náði
^rarn að ganga.
Eins atriðis er enn vert að geta. Forsaga sambandslaganna
er órituð enn, og sum atriði hennar í þoku, enda hafa lík-