Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 63
eimreiðin SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA 413
í stórblaðinu Manchester Guardian grein um ísland, mjög
velviljuð í vorn garð, þar sem það var fullyrt að vér mynd-
um aldrei sætta oss við nánara samband við Danmörku en
hreint konungssamband.
Það er ekki ólíklegt, að þetta ástand alt hafi vakið nokk-
urn ugg hjá Dönum um, að sambandið væri að slitna fytir
fult og alt. Svo mikið er víst, að þann ugg vakti það í
Skandínavíu utan Danmerkur, og þar litu menn svo á, að
bstta mál snerti ekki Dani eina, heldur og einnig hinar
skandínavisku þjóðirnar, því ef ísland losnaði úr tengslum
v>ð Danmörku, losnaði það einnig um leið úr sambandi við
Þær. Um mánaðamótin maí og júní 1918, rituðu sænsk blöð
mikið um málið, og þau lögðu mikla áherslu á það, hversu
rnikilsvert það væri að halda íslandi í sambandi við skandín-
avisku löndin. Stockholms Dagblad talaði um það, að leggja
verði áherzlu á þá hættu, sem öllum Norðurlöndum stafi af
ótímabærum kröfum íslendinga um hreint konungssamband,
bví að með því geri íslendingar í raun og veru tilraun til
þess að slíta öll tengsl við Norðurlönd.1) Stockholms Tid-
ningen sagði, að ráða yrði íslendingum frá því að fara lengra
> kröfum sínum en nauðsynlegt og heppilegt væri. »Ef ein-
hver þjóðanna (Norðurlanda) yrði veikt á einhvern hátt, þá
Yrði að telja að þar með væri höggvið skarð í Norðurlanda-
fjölskylduna*. Dagens Nyheter komst þannig að orði: »Ef
fslendingar geta skilið það hverja ábyrgð þeir bera gagnvart
öðrum Norðurlandaþjóðum, þá er það bezta tryggingin fyrir
því að deilan verði jöfnuð«. í sumum dönsku blöðunum kom
sama skoðunin fram, að sambandsmálið væri eigi einkamál
íslands og Danmerkur heldur skandínaviskt mál, og að úrslit
þess myndu varða miklu fyrir Norðurlönd öll. Fmanstidende
skrifa 22. maí: »Það er orðið þýðingarmeira nú en áður,
eiai aðeins fyrir Danmörku heldur öll Norðurlönd, að hin
náskylda eyjarþjóð haldist innan takmarka Norðurlanda. ís-
land gæti orðið brú Norðurlanda vestur á bóginn, eins og
Finnland ætti að vera það austur á bóginn«, og 12. júlí töl-
>) Það sem hér er haft eftir skandínaviskum blöðum, er tekið eflir
úldráttum af greinum þeirra, er birtust í íslenzkum blöðum sumarið 1918.