Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Side 66

Eimreiðin - 01.10.1933, Side 66
416 SAMBANDSLÖGIN FIMTÁN ÁRA EIMREIÐIN með þetta vald, er sambandslögin veita henni, þá haggar það eigi þeirri röksemd, að það getur verið djarft spil fyrir þjóð að eiga öll utanríkismál sín undir stjórn annarar þjóðar og getur orðið hættulegt, ef hagsmunir þjóðanna rekast á. Jafnréttis-ákvæðið í sambandslögunum var fullkomin nýjung í þjóðaréttinum, og það er enn nokkuð vafamál hvort það getur samrýmst fullveldi landanna að lögum. Jafnvel sumir Danir hafa og viðurkent, að það væri jafn-ósamboðið báðum þjóðunum. Hversu vel það var í samræmi við stefnu tímanna þarf eigi að fjölyrða um. Ollum er það vitanlegt hversu þjóð- irnar hafa kepst um að búa hver að sínu síðan heimsstyrj- öldinni lauk. En auk þessara almennu athugasemda var bent á það af Islendingum, að þetta ákvæði laganna væri aðeins hættulegt fyrir annan aðiljann, Islendinga, vegna aflsmunar þjóðanna. Menn óttuðust jafnréttið af tveimur ástæðum. Onn- ur var sú, að það gæfi Dönum aðstöðu til þess að hagnýta sér gæði Islands heiman að, með selstöðu-fyrirkomulaginu gamla. Hin var sú, að svo gæti farið, að Danir í skjóli þessa jafnréttis flyttu hingað svo margir, að þjóðerni landsmanna gæti stafað hætta af þeim. Þar er í stuttu máli því frá að segja, að hvorug þessara grunsemda hefur reynst rétt, enn sem komið er. Á árunum, sem liðin eru síðan sambandslögin tóku gildi, hafa síðustu, gömlu, dönsku selstöðu-verzlanirnar hér á landi lagst niður. Það mun engin þeirra vera við líði nú, og nýjar hafa eigi komið í þeirra stað. Og fiskiútgerðar-fyrirtæki þau, er Danir hafa stofnað til hér við land, síðan 1918, og reka hefur átt frá Danmörku, hafa farið sömu leiðina og sams- konar fyrirtæki þeirra venjulega fóru fyrir 1918. Allmargir Danir eru búsettir hér á landi. Flestir halda þeir danskri þegnfesti, en eru samt góðir íslenzkir borgarar, nýtir og þjóðhollir menn, sem oss er fengur að, og þjóðerni voru stafar engin hætta af. Og börn þessara manna verða íslenzk. Það er ekki nema maklegt, að vér látum Dani njóta þess sannmælis, að Danir búsettir hér á landi hafa aldrei reynt til að traðka íslenzku þjóðerni, og þess er vert að minnast, að þegar sambandsdeilan var sem hörðust, stóðu margir Danir hér á landi Islendinga megin í þeirri deilu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.