Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Page 74

Eimreiðin - 01.10.1933, Page 74
EIMREIÐIN Eftirköst. Smásaga eftir Bjartmar Guðmundsson. Hörkufrost og háarenningur að kvöldlagi á miðri jólaföstu. Myrkrið kúffyliir dalina og flóir yfir fjöllin. En út um glugga- tjöldin í þorpinu á eyrinni, innan við víkina, gægjast lítil ljós ofurlítil ljósaugu, sem stara út í þetta endalausa myrkur. Inn í fimm manna svefnstofu á »Hótel Dettifoss* snarast þrír ferðalangar og slengja sér niður við borð. Þeir eru í góðum klæðum, en agðalegir þó. Sokkarnir þeirra eru eitt- hvað götóttir ofanvert við skóhælana. Og fram undan erm- unum sér í kámugar líningar. Þeir tala aðallega um kvenfólk undir rós. Svo hringja þeir og biðja um ölflöskur og glös. Maður situr úti við glugga, þegar þeir koma, Aðalgeir Arnason. Hann flettir dagblöðum. En Haraldur Egils teygir úr sér á bekk. Fljótlega sópar Aðalgeir frá sér blöðunum og ýtir þeim út í horn, stendur upp og fer að ganga um gólf. Hann er meðalhár og knálegur, myrkur yfirlitum og ekki fríður, vel rakaður og snöggkliptur. Hárið er svart og þétt. Augun eru dökkgrá og aug'twráðið fast. Þau eru djúp og kyr og dimm eins og lygnir hyljii* í hálfrökkri um haust. Hann gengur fáeinar ferðir um gólfið, tyjlir sér sjnögglega niður í annað sæti, grípur bók og blaðar í henni um stund. En hann festir sig ekki heldur við það efni. Hann horfir á línjtrnar og sér þær þó ekki, horfir á bókina og læzt lesa. Þaðftpil éins og hann sjái í gegn um hana, eins og hann stari gegn-.u,m bók- ina og þilið og vegginn, eitthvað langt í burtu, eitthvað út í fjarskann. — Mennirnir í götóttu. sokkunum standa upp og íara. Haraldur tottar vindling, rís til hálfs upp í bekknum, tekur út úr sér stubbinn, seilist yfir á borðið, slær honum við ösku- bolla, svo askan hrynur af eldinum. Hann lítur til Aðalgeirs og segir: »Það liggur ekki vel á þér í dag, lagsmaður*. »Alt saman leti, haugaleti og ekkert annað*. Svarið er önugt. »Ættum við ekki að ganga eitthvað, fara út og líta í kring
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.