Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Side 76

Eimreiðin - 01.10.1933, Side 76
426 EFTIRKÖST eimreiðin burði. Hann verður alt af að lifa upp liðna viðburði. Hann getur ekki annað. Eitt ár. Nú hálft annað. Síðan er hálft annað ár. Þá kom hann heim frá Hvanneyri, af skólanum, búinn að vera að heiman í nærri tvö ár. Hvað hann hlakkaði til að koma aftur heim. Hann varð svo undarlega hlýr og meyr, þegar hann kom í heimahagana, — þessar gamalkunnu stöðvar, þar sem hann sleit barnsskónum. Er það ekki tilvinnandi að vera mörg ár að heiman, úrvinda af óyndi og heimþrá, aðeins til þess að njóta þess að koma aftur heim? Hann fór einn frá skips- fjöl og kom að óvörum. Hann hafði gaman af að koma öll- um að óvörum. En hvað bærinn hans er hrörlegur og túnið fátæklegt. En hvað gerir það? Það er gaman að vera ungur og eiga verkefni, sem bíða. Já, og eiga afl þeirra hluta, sem gera skal, eiga æskuna og viljann. Nei, það er eins og alt hafi minkað síðan hann fór. En það er enn fallegra fyrir það- Þá var líka haust. Nú er vor. Og það stendur einhver á hlaðinu. Já, Inga stóð á hellunni. Inga! Þetta nafn lætur svo nndarlega vel í eyrum. Undarlega vel? Ætli það sé ekki nóg að segja undarlega? Er það ekki skrítið? Sumum orðum fylgir ylur, öðrum kuldi. Sumum nöfnum fylgja vermandi hlý' indi og unaður, öðrum ískuldi og gremja. Og það sem meira er: Stundum fylgir þetta alt einu og sama orði, sama nafninu. Já, Ingunn beið eftir honum við dyrnar. Það var eins og hún vissi um hann og biði. Hún styður sig við dyrastafinn. horfir á hann og bíður. Hún er beinvaxin, eins og nýgræð- ingur. Inga hefur brúnt hár. Það er sítt og hefur losnað eitt- hvað úr fléttunum og flóir ofan um vangana og herðarnar. Aðalgeir mætir augunum. Þau eru heit og svört. Þau koma á móti honum. Þau hafa aðdráttarafl. Og þau hertaka hann. Hann drukknar í þessum augum og veit varla sitt rjúkandi ráð. Aðalgeir rétti Ingu hendina og tók um litla og þétta hendi. Handtak hennar er djarflegt og nærri því ögrandi. Svo flögraði hún inn úr dyrunum og leið inn í bæinn, mjúk eins og andvari- Aðalgeir þekti Ingu tæplega. En hún þekti hann. Hún var alin upp í nágrenninu. En hún hafði breyzt á meðan hann var að heiman, vaxið og þroskast, gróið eins og sóleyjarnar. sprungið út eins og fjólan, blómgast eins og blágresið í hlíð*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.