Eimreiðin - 01.10.1933, Page 76
426
EFTIRKÖST
eimreiðin
burði. Hann verður alt af að lifa upp liðna viðburði. Hann
getur ekki annað.
Eitt ár. Nú hálft annað. Síðan er hálft annað ár. Þá kom
hann heim frá Hvanneyri, af skólanum, búinn að vera að
heiman í nærri tvö ár. Hvað hann hlakkaði til að koma aftur
heim. Hann varð svo undarlega hlýr og meyr, þegar hann
kom í heimahagana, — þessar gamalkunnu stöðvar, þar sem
hann sleit barnsskónum. Er það ekki tilvinnandi að vera mörg
ár að heiman, úrvinda af óyndi og heimþrá, aðeins til þess
að njóta þess að koma aftur heim? Hann fór einn frá skips-
fjöl og kom að óvörum. Hann hafði gaman af að koma öll-
um að óvörum. En hvað bærinn hans er hrörlegur og túnið
fátæklegt. En hvað gerir það? Það er gaman að vera ungur
og eiga verkefni, sem bíða. Já, og eiga afl þeirra hluta, sem
gera skal, eiga æskuna og viljann. Nei, það er eins og alt
hafi minkað síðan hann fór. En það er enn fallegra fyrir það-
Þá var líka haust. Nú er vor. Og það stendur einhver á
hlaðinu. Já, Inga stóð á hellunni. Inga! Þetta nafn lætur svo
nndarlega vel í eyrum. Undarlega vel? Ætli það sé ekki nóg
að segja undarlega? Er það ekki skrítið? Sumum orðum
fylgir ylur, öðrum kuldi. Sumum nöfnum fylgja vermandi hlý'
indi og unaður, öðrum ískuldi og gremja. Og það sem meira
er: Stundum fylgir þetta alt einu og sama orði, sama nafninu.
Já, Ingunn beið eftir honum við dyrnar. Það var eins og
hún vissi um hann og biði. Hún styður sig við dyrastafinn.
horfir á hann og bíður. Hún er beinvaxin, eins og nýgræð-
ingur. Inga hefur brúnt hár. Það er sítt og hefur losnað eitt-
hvað úr fléttunum og flóir ofan um vangana og herðarnar.
Aðalgeir mætir augunum. Þau eru heit og svört. Þau koma
á móti honum. Þau hafa aðdráttarafl. Og þau hertaka hann.
Hann drukknar í þessum augum og veit varla sitt rjúkandi ráð.
Aðalgeir rétti Ingu hendina og tók um litla og þétta hendi.
Handtak hennar er djarflegt og nærri því ögrandi. Svo flögraði
hún inn úr dyrunum og leið inn í bæinn, mjúk eins og andvari-
Aðalgeir þekti Ingu tæplega. En hún þekti hann. Hún var
alin upp í nágrenninu. En hún hafði breyzt á meðan hann
var að heiman, vaxið og þroskast, gróið eins og sóleyjarnar.
sprungið út eins og fjólan, blómgast eins og blágresið í hlíð*