Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 92
442
HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR
EIMREIÐIN
leikar nokkrir munu koma frá Danmörku, Englandi og Þýzka-
landi. — Þó mun utanríkisverzlun og siglingar verða frekar
í góðu lagi. En þó má búast við hindrunum nokkrum. Lík-
legt að þær verði meir áberandi eftir nýtt tungl í maí. —
Stjórnin á í ýmsum örðugleikum, og tilvera hennar hangir á
þræði. — Löggjöf gengur skrykkjótt, og vinir þjóðarinnar í
öðrum löndum eiga örðuga aðstöðu.
Marz og Úran í samstæðu 19. apríl. Hefur hún áhrif í
Danmörku, Englandi, Þýzkalandi og Japan. Verða hátt settir
menn og konungar fyrir örðugleikum, og dauðsföll geta átt
sér stað meðal þeirra. Orðugleikar í löggjöf og löggjafarþing-
unum munu koma í ljós.
Tímabilið frá 22. júní til 23. sept. 1934.
Fjármál, bankamál, afkoma ríkissjóðs og verzlunin mun
verða áberandi umhugsunar- og viðfangsefni á þessu tímabili-
Fyrst í stað mun heldur rofa til, en síðar birtast ský á himni
og örðugleikar koma í ljós. — Landbúnaðurinn á fremur
örðugt. Þó er stuðning að sjá í sumum atriðum. Andstaða
stjórnarinnar veik. — Verkamenn og vinnulýður munu ná aukn-
um áhrifum. — Utanríkismál munu koma nokkuð til greina
og aðstoðar að vænta frá Kaupmannahöfn, Antwerpen og
Englandi, en örðugleikar frá Rússlandi, Svíþjóð, Prússlandi
og Hamborg. — Verzlunin mun sæmileg, og siglingar ganga
hindrunarlítið. — Afstaða stjórnarinnar virðist batna ofurlítið,
en dofna brátt aftur. — Eigi þingið setu á þessu tímabih,
er hætt við að þingstörfin gangi skrykkjótt og örðugt að
koma málum fram, einkum eftir 10. ág. og 8. sept.
Sólmyrkvi er 10. ág. Líklegt að hátt settur maður deyi-
Verða áhrif sólmyrkvans sérstaklega áberandi á Frakklandi,
Italíu og Sikiley.
Tunglmyrkvinn 26. júlí mun hafa sérstaklega sterk áhrif i
Prússlandi, Svíþjóð, Arabíu, Abessiníu og Hamborg. Bendir
hann á veikindi meðal þjóðhöfðingja.
Tímabilið frá 23. sept. til 22. dez. 1934.
Utanríkismálin munu enn uppi á teningnum og örðugleikar
sjáanlegir, en sumar aðstæður aftur á móti góðar. — Hju-