Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 93
EIMREIÐIN
HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR
443
skaparörðugleikar nokkrir geta komið til greina. — Fjármál,
verzlun og bankamál munu enn þá eiga örðugt uppdráttar.
Koma þau áhrif að mörgum Ieiðum. — Heildarafstaða þjóð-
arinnar er ekki eins góð og æskilegt væri, því Satúrn hefur
kér sterk áhrif, en þó mun góð afstaða frá Merkúr og Júpí-
ter bæta úr skák. — Innanlandssamgöngur geta orðið fyrir
truflunum nokkrum, einnig póstgöngur, blaðaútgáfa og síma-
viðskifti. — Landbúnaðurinn mun hafa betri aðstöðu nú. —
Dánartala mun lækka á þessu tímabili. — Utanríkisverzlun
°9 siglingar munu lifna nokkuð, lögfræðileg efni verða
UPPÍ á teningnum, og trúarleg starfsemi lætur nokkuð til sín
taka. — Framan af mun stjórnin hafa heldur góða aðstöðu,
en þegar á líður mun hún heldur veikjast. Sitji þingið á
bessu tímabili munu störf þess ganga sæmilega, jafnvel þó
að urgur nokkur muni verða um fjármálin. En nái það að
si,ja fram yfir 8. dez., er alllíklegt að ófyrirséðar hindranir
k°mi í Ijós.
11. nóv. eru Marz og Neptún í samstæðu. Verkamanna-
örðugleikum nokkrum má búast við á eftir, er eigi rót sína
* sambandi við landbúnað eða landbúnaðarfyrirtæki. íkveikjur
Sætu 0g komið til greina.
Eins og sjá má á framanskráðu, þá hef ég að eins tekið
aðalatriðin og það mjög stuttlega. Ber margt til þess. Þó
r®ður þar mestu um, að ég hef eigi haft tækifæri til þess
aö athuga jafnvel og nauðsynlegt hefði verið liðinn tíma og
hef því eigi þá reynzlu, sem æskilegt væri, þ. e. a. s., hef
ekki nægilega samanburði til þess að byggja á, sem ég sjálfur
hef gert og hef því orðið meira að byggja á athugunum og
reVnzlu annara, að svo miklu leyti sem hún er nothæf. Ég
hef ekki rakið hvert atriði að neinu verulegu, heldur að eins
stuðst við frumdrættina, meðal annars vegna þess, að það
mundi lengja þetta mál að miklum mun og ekki beinlínis
"auðsynlegt í þessu sambandi. Ég hef nálega alveg sneitt hjá
að benda á afstöður þær, sem atriðin eru lesin út úr, vegna
hess að menn hafa þeirra eigi not, nema því að eins að þeir
ha gætu kynt sér kerfið og þann veg haft gagn af saman-
burðunum. Og þá þyrftu að fylgja ritgerð þessari að minsta