Eimreiðin - 01.10.1933, Page 94
444 HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR eimreiðiN
kosti aðalstundsjárnar (horoscopes), sem ég hef gert og lagt
til grundvallar fyrir athugununum.
Plánetusamstæður nokkrar hef ég einnig, sem ég hef eigi
tekið með að neinu verulegu, en mun hafa við hendina til
frekari samanburða. Sama máli er að gegna með sólmyrkv-
ana og tunglmyrkvana, sem eru á árinu 1934. Eru það alt
saman mjög hugðnæm viðfangsefni, og vel til þess fallin að
gera samanburði og afla sér nýrrar reynzlu og þekkingar á
þessu fræðikerfi, einkum þó vegna þess, að hér eru saman-
burðirnir gerðir í landi, sem eigi hefur að neinu verulegu
verið lagt til grundvallar fyrir stjörnuspekilegum athugunum.
Nú er eigi víst, að alt, sem sagt er, komi svo áberandi í
ljós, að menn verði þess alment varir. Og svo er hitt, að eigi
er unt að ná út fyrir öll takmörk í þessu efni frekar en öðr-
um fræðum, því fræðigrein þessi er í rauninni ótæmandi.
Hún er samtvinnuð allífinu, sem á sér í raun réttri ekkert
upphaf og engan endi.
Hér er einungis unt að bera saman tvær.hliðar á sama
hlut, sem sé fyrirbrigði, sem gerast í sólkerfinu fyrir utan
okkur, sem eiga sér samsvörun í fyrirbrigðum, sem gerast
hér á jörðu, því náið samband er þar á milli og samvinna.
Tilveran er ein órjúfanleg heild, og lögmál þau, sem henni
stjórna, ráða einnig hér.
Jón Árnason, prentari.