Eimreiðin - 01.10.1933, Síða 100
450
RITSJÁ
EIMREIÐIfí
þá man ég alt af bezt hiö bláa loft
og birtustundir þær, sem ég hef átt.
Og þótf nú halli hásumrinu frá
og hljóðni fuglakvak í grænum dal,
ég sé í fjarska biika Iöndin blá,
þar birta vorsins aftur Ijóma skal".
Hér er slegið á þann streng, sem ómar tíðast í kvæðum hennar.
Orsjaldan fatast henni: I kvæðinu „Kvöldfegurð" hefði hún átt að
sleppa síðustu vísunni, ekki vegna sonnettuformsins á henni, heldur vegna
þess að hún er óþörf og bætir eiginlega engu við, en er aðeins nokk-
urskonar óþarfur hali á kvæðinu.
Hér Ieggur draumlynd og viðkvæm kona fram hugsanir sínar og til-
finningar, og þær eru vel fallnar til að verða góðir vinir allra þeirra„
er fögrum skáldskap unna.
Valdimar Hólm Hallstað er ekki eins markviss og Margrét Jónsdóttir,
— er meira fálmandi og virðist ekki hafa fundið sjálfan sig til fulls enn
þá. Að vísu eru til falleg kvæði í „Komdu út í kvöldrökkrið“, t. d. „Þd
fórst að heiman“, en víða saknar maður herzlumunarins, sem skapar hið
fullkomna í sinni röð. Hallstað er enn sem óráðin gáta, sem getur ráð-
ist á ýmsa vegu, en ýmislegt bendir á, að í honum sé efniviður, sem
vert sé að gefa gaum. Jakob Jóh. Smári.
HEIÐVINDAR, kvæöi eflir Jakob Thórarensen. Rvík 1933. Nú eru þ*r
orðnar fimm kvæðabækurnar eftir Jakob Thórarensen. Þessi nýja bók,
Heiðvindar, er á stærð við hinar fyrri bækur skáldsins og lætur jafn-
lítið yfir sér og þær. Það eru nú liðin sex ár sfðan Stillur J. Th. komu
út, og mun því margur Ijóðavinur grípa þessa bók feginshendi, og þó fyr
hefði verið. Jakob Thórarensen er enginn umbóta- eða byltingamaður, °S
er því þess ekki að vænta, að fram komi með þessari bók nýjar eða
óvæntar hliðar á skáldskap hans. Hitt er jafnframt víst, að hann heldur
vel hinum gömlu góðu einkennum sínum. í þessari bók eru söguleS
kvæði, kvæði um merka nútíðarmenn, staða- og Iandslýsingar, frá ferða-
lögum skáldsins, úr ýmsum áttum, en flest eru yrkisefnin tekin á vett-
vangi hins daglega lífs. Jakob Thórarensen skapar mikinn fjölda af alls*
konar fólki, fær því hlutverk, ýmist stór eða smá, og Iætur það gh'ma
við sjálft sig og örlög sín, ýmist til falls eða viðreisnar, eftir því sem
efni standa til. Og þó að mönnum kunni að þykja hann kaldrænn °9
bera Iitla virðingu fyrir náunganum stundum, þá dylst ekki undirsfraumur
mannúðar hans og samúðar með mönnum og dýrum.
Hin sögulegu kvæði, Eyjólíur Bölverksson og Fanginn á St. lielenu,
eru góð kvæði hvert á sinn hátt, en Hildigunnur er þeirra miklu gl*sl'
legasf, og bætist það nú við í hópinn með Guðrúnu Ósvífursdóttur, As-
dísi á Bjargi, Snorra goða og þessháttar afbragðs kvæðum skáldsins-
Það var ekki árennilegt að leita ráðahags við Hildigunni, fyrst og fremsl