Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 106

Eimreiðin - 01.10.1933, Qupperneq 106
456 RITSJÁ eimreiðin AÖalsöguhetjurnar eru tveir af sonum Þorleifs kolbíts á Nesi í Orkn- eyjum, þeir Orímur, sem síðar kallast Skallagrímur, og Kolur, en Þor- leif föður þeirra gerir höfundur ekki ver ættaðan en það, að hann lætur hann vera son Ragnars konungs loðbrókar. Er Þorleifur maður frið- samur og spakur að viti, eins og Njáll, en synirnir engu síður herskáir en þeir Njálssynir voru. Á yngri árum sínum var Þorleifur í herferðum með feður sínum, en undi ekki þeim starfa og gerðist bóndi; var þo jafnan harðfengur og ótrauður ef á reyndi karlmensku hans, en hvers- dagslega værukær. Ráðagerðamaður mikill, og framsýnn um flesta hluti. Kona Þorleifs, en móðir þeirra bræðra, Signý að nafni, er svarkur mikill og kaldráð. Erfir hún mjög fornan fjandskap við mág sinn, Ivar hinn beinlausa, og eggjar jafnan sonu sína til hefnda, en þeir eru seinþreytlu' til frændvíga. Að lokum er þó, sem örlögin reki þá bræður til funda við Ivar; var atför sú meir ger af kappi en forsjá, og þótt þeim kolbíts- sonum auðnist að bana föðurbróður sínum, láta þeir báðir lífið í þeirri viðureign og förunautar þeirra allir, nema Qaukur á Kálfskinni, sá er minst var verður þeirra allra. Er hann sá eini, sem Þorleifi og Signýu kann frá tíðindum að segja. Qaukur er smá-bóndi í Orkneyjum, hálfgerÖ handbendi Kols; minnir hann ail-mjög á Björn í Mörk og lífgar mikið upp frásögnina, hvarvetna, þar sem hann kemur við. — Þeir Nesverjar verða allir vel við dauða sínum, og þegar þeir eru höggnir, mæla þe>r mörg hreystiyrði. Er Ijóst, að höfundurinn hefur í huga Jómsvíkingana, þá er Hákon jarl hinn ríki lét drepa, eftir orrustuna á Hjörrungavogi- I sögunni er einnig sagt frá haugbroti, hestaati, viðureign við drauga o3 afturgöngur, berserkjadrápi og myrkfælni Kols. Sagt er og frá dauða Ragnars, í ormagarðinum, og kemur þá þýðing á þrem vísum úr Kráku- málum. Háttur frásagnarinnar er allur sniðinn eftir gullaldarritum Islendinga, og vart mun hér minna af málsháttum og fornum spakmælum en í sjálfrj Qrettissögu. Sögufrægum mönnum, svo sem Ragnari loðbrók, Haraldj hárfagra, Rögnvaldi Mærajarli og fleirum, heldur höfundurinn í hæfileSrl fjarlægð frá lesendunum, og reynir hann lítt til þess að varpa sínu eig>n Ijósi yfir þá. Helzt mætti segja, að hann gerðist nærgöngull nokkuð ívarl hinum beinlausa, en þó varla meira en nauðsyn rekur til. Það munu ýmsir mæla, að Eric Linklater hafi flestum þeirra betur tekist, sem skrifað hafa sögur og haft sér til fyrirmyndar íslenzk fornrih og trauðla mun þar nokkur Breti standa honum jafnfætis, annar en E. R' Eddison, sá er reit sögu Styrbjarnar Svíakappa og áður hefur verið um getið í Eimreiðinni. St. St. Gunnav Gunnarsson: JORD — Roman — Kmh 1933 (Gyldendal)- Þetta er svo löng skáldsaga, að önnum kafinn maður staðnæmist hik- andi og spyr sjálfan sig hvort tími sé til að fara yfir allar þessar stná letruðu blaðsíður, hvort bókin sé þess verð, að hún sé lesin. Fólk hér á landi hefur minni tíma til lesturs en það hafði fyrir mannsaldri, þesar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.