Eimreiðin - 01.07.1935, Blaðsíða 42
290
ENN UM AMERÍKUMENN
eimbb®,!*
til. Og getur þá naumast orkað tvímælis, hvar mest sé aí' a^
læra. Vér eigum ekki að beina augum vorum þangað, sei»
menn streitast af öllum mætti á móti því, sem verða vill °&
verða á, heldur í hina áttina, þar sem leitast er við að na
valdi á hinum nýju ástæðum. Að minni hyggju er sá staðux' 1
Norður-Ameríku. Ekki af því, að ekki sé þar margt geigvæ11'
legt að líta í liinni miskunnarlitlu baráttu um lífsgæðin, held'
ur af hinu, að andi tímans er þar gróðursettur innan um margs'
konar illgresi. Andi tímans er andi vísindanna, andi ráðdeild'
ar, andi skipulagningar. Það er sá andi, sem oss er hollur
heilnæmur og lífgefandi.
Ég' heilsa.
Minn hugur flýgur heim í dalinn fríðá.
Ég heilsa skógarrunna, læk og steinum, —
ég heyri vorblæ leika létt i greinum
og læt mig dreyma um friðsæld horfnra tíða. —
Ég sigli í anda um álftavatnið hjarta,
frá ánni heyri ég djúpan fossaniðinn,
en ekki truflar óður þeirra friðinn,
sem yfir dalnum býr, i minu hjarta. —
Það er svo gott að geta stundum flúið
til gæfudaisins, þar sem ástin híður
hrein sem mjöllin eftir æskuvini. —
En sumir fá þar alla æfi búið
í ástardraumi, meðan tíminn liður —
og fölna loks i fögru aftanskini.
Vigdis frá l'iij,,nX'