Eimreiðin - 01.04.1938, Page 18
138
VIÐHALI) ÞJÖÐANNA
eimrbiðín
hinar mannfræSilegu ættartölur framtíðarinnar (hinar nýju
spjaldskráraðferðir við ættartölur geta gert þær bæði auðveld-
ar og greinargóðar). Það á ekki að vera vanzalaust fyrir Is'
lending að vita ekki deili á ætt sinni. Og helzt þyrfti að inn-
ræta mönnum þetta alt í æsku, sem lið í almennri unglingA'
fræðslu. Inn i meðvitund hvers einstaklings þarf að koinast
hugsjónin um úrvalsþjóð, batnandi þjóð.
Heimildir:
I)r. Enid Cliarles: Our Future Population.
Sir Leo Chiozza Money: Renew or Die (The Ninetcentli Century antl Aftcr’
fehr. 1938).
Hagskýrslur íslands.
Uin ættartölur í spjaldskrárforini sjá grein „Um ættartölukcrfi" eftir Ei®
S. Iívaran i Skirni 1934.
Það var sólskin.
Vorið það kom. Ég var brúður, sem beið.
Þín bros voru geislar á indælli leið.
Það var sólskin um þig, bæði síðast og fyrst.
Þú varst svalandi veig. Ég var brennandi þyrst.
Ég vissi að þú beiðst mín. Sé blessuð sú stund!
Það var bjart þennan dag, er ég kom á þinn fund.
í hönd þína lagði ég hjarta mitt alt,
er var hlý og svo mjúk, — því var áður svo kalt.
Ég horfði í augu þín heið og svo blá.
eins og himinn um vor; ekkert fegra ég sá.
Ég krýndi þig ást minni, kysti þig heitt
og kraup þér, sem mest hefur sál minni veitt.
Þú sigldir á burt yfir sæinn mér frá.
Sumarið kveð ég með vængstýfða þrá.
Ég elskaði þig, og fæ aldregi gleymt,
að eitt sinn ég hlaut það, sem mig hafði dreymt.
Vigdis frá Fitjum.