Eimreiðin - 01.04.1938, Blaðsíða 54
174
MAURILDI
EIMREIÐlS
nokkuð ... komið ... fyrir!“ bætti hún við með grátstaf 1
kverkunum.
„Komið fyrir! Ha! Ég skal hjálpa þér, bíddu við!“ Gunn-
ar beit á jaxlinn. Stóð hann eklci þarna, hann Gústi bókari,
rétt við húshliðina fyrir neðan. Og þarna stóð Hrefna hjá hon-
um og tók áleitni hans eins og ekkert væri. Gunnar gat ekki
betur séð en hann tæki utan um stúlkuna. Jú, víst tók hann
utan um hana! Og stúlkan hló, kastaði til höfðinu og sneri
sig af honum. Gunnar fann, að hann varð að gera eitthvað-
Eins og elding snaraðist hann að vindunni, þreif stroffnnn
utan af ískassanum og fleygði henni, eins og þaulæfður hesta-
temjari vestan úr Argentinu, út af pallinum, sneri um lei®
\únduásnum og dró inn stroffuna. En alt gerðist þetta í sV°
skjótri svipan, að Gústi, sem var að kveikja sér i vindling1
uppi við húshliðina, vissi ekki fyrri til en hann var alt í ein11
kominn á loft með eldspítuna í annari hendi og vindlinginn
í hinni, og þarna hékk hann nú á milli himins og jarðar og
spriklaði út öllum öngum. Stúlkurnar æptu upp yfir sig op
báðu guð að hjálpa sér, en karlmennirnir skellihlógu. Öpin 1
stúlkunum þögnuðu þó brátt, þegar Gunnar .kom út á pallin°
og hrópaði til þeirra: „Engin hætta! Ég skal innbyrða þen11'
an marhnút, úr því hann er kominn á krókinn“. Þá skellihlóg11
allir, og áður en varði var Ágúst horfinn inn fyrir veggbn111
ina eins og flugvél, sem hverfur bak við fjallgnýpu eóa
ský.
Gunnar var ýgldur á svip, þar sem hann stóð á pallbrúnin111’
en fyrir framan hann hékk Gústi nær dauða en lifi af hræðslu>
en undir gínandi kjallara-hyldýpið, eins og eitthvert Esk1
móavíti, svart og ægilegt, með gólfið þakið ísnibbum og ja^a
hröngli, svo öllum var bráður bani vís, sem þangað steyp11
niður.
„Þessi stúlka er unnusta þin“, hvæsti Gunnar og benti
Siggu.
„Ja-há!“ stundi Gústi og náði varla andanum.
„Og þú hefur lofað að eiga hana!“ sagði Gunnar og 1;1»
þunga áherzlu á orðin.
„Ja-há!“ stamaði Gústi.
„Þið giftið ykkur strax á sunnudaginn," sagði Gunnar