Eimreiðin - 01.04.1938, Blaðsíða 70
190
BLEKKINGIN MIIÍLA
eimreiðin
væri hann, sem liefði dreymt um fiðrildið, eða hvort það væri
fiðrildið, sem hefði dreymt um hann.
Við vorum bæði gripin sömu tilfinningu, undarlegri hugljóni-
un um það, að eitt sinn fyrir árþúsundi hefðum við dáið bseði
saman, og að síðasta hugsun okkar hefði lifað áfram á landa-
mærum lifs og dauða, varðveizt og haldið áfram tilveru sinni
án nokkurs jarðnesks stuðnings. Og stökkur blekkingavefur
æfintýrsins reis eins og fíngerður glitrandi glerveggur mill1
okkar og heims veruleikans. 1 gegnum hann sáum við alla hluti
i nýjum litum og Ijósi.
Við borðuðum miðdegisverð á litlum gildaskála i skógar-
jaðrinum, meðan ljósin tendruðust smám saman eftir því sein
blátt húmið læddist inn á milli trjánna. Við drukkum vatn, —'
og ég keypti af lítilli blómasölustúlku fult fangið af rósum og
stráði rósablöðum í glösin okkar. Þar vögguðu þau sér eins og
ofurlítil fley og límdust við varir okkai'.
„Nei, nei, ekkert áfengi,“ sagði Caritas, þegar ég stakk upp a
kampavíni. „Guð gefi að þetta geti varað áfram um stund. Þa®
má ekki vera úti undir eins.“
Við reikuðum í blánandi rökkrinu upp að Sigurboganuni-
Því nær sem við færðumst honum, því risavaxnari varð hann
i augum okkar, unz hann stóð frammi fyrir okkur eins
imynd alls heimsins. Og þegar okkur varð litið á bleikrauðan.
flöktandi logann, sem brann á gröf ókunna hermannsins, vaI
eins og allar raddir og öll hljóð þögnuðu umhverfis okkui-
—■ Það varð svo undarlega hljótt.
Gröfin undir Sigurboganum, — hve fagurt, — dapurlegt ták»
fyrir okkur bæði! Það var eins og hjarta mitt liði inn í bleika11
logann og brynni hægt til ösku, sem þyrlaðist burt undir fót-
um okkar.
r
Gröfin undir Sigurboganum, — sálir okkar voru fullar 11
söngvum, sem enn voru ósungnir. Þau Ijóð, sem aldrei hafa
verið færð i letur, eru fegurstu ljóðin.
Gröfin undir Sigurboganum! — Tónsmiðurinn ókunni, se»i
hafði flutt lif okkar inn í tónverk sitt, knúði nú með boga sín
um fram enn dásamlegri, hreinni og dýrðlegri tóna, unz lag1
breyttist í hljóðan grát.
Ég kysti burt tárin í augum hennar, og blárökkrið vat 1