Eimreiðin - 01.04.1938, Blaðsíða 104
224
MIIvLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Sólveig (titrandi): Ó! Miskunn! Miskunn! Ég er búin að
kveljast svo lengi í þessum fjötrum.
Dauðinn: Þú verður að bera þá fjötra enn um stund.
(Dögn.) Séra Oddur er nú laus við hlekkina, af því að hann
hefur nú lokið við að afplána sekt sína. Hjúskaparheit hans
við þig var hið eina, sem eftir var ógoldið. Þess vegna verður
hann að efna það, áður en hann kemst lengra. (ÞögnJ
Sá, sem hefur valdið öðrum sársauka, verður að gjalda fyrir
það með sínum eigin þjáningum. Sá, sem hefur lofað ein-
hverju, verður og að efna það. (Pögn.) Með ógoldnar skuldh'
og rofin heit kemst enginn maður inn í ríki Hans.
Sólveig: Hef ég þá ekki þjáðst nógu lengi? Ó! Mér finst
ég hafa kvalist frá eilífð-----til eilífðar.
Dauðinn: Þjáningin ein hætir ekki þitt afbrot.
Sólveig: Ó! Miskunn! Miskunn!
Dauðinn: Þú krafðist aðstoðar minnar. En enginn hefm'
leyfi til að krefjast neins af mér, nema Hann einn. (Þögn-)
Sjá! Þú hefur syndgað gegn Honum!
Sólvcig (fellur fram og grætur): Guð minn! Guð minn! Er
ég þá dæmd til eilífra kvala í hinum yztu myrkrum?
Dauðinn: Hans vegir eru órannsakanlegir.
Sólveig: Ég veit, að synd mín er hræðileg. (Þögn.) En
hef iðrast. (Grátekki.) Iðrast og grátið-----grátið og beðið
um fyrirgefningu. (Þögn.) Nei, jafnvel mér mun verða fýrir"
gefið. Ég hef heðið Jesú Ivrist svo heitt og innilega. Ég veit, nö
hann miskunnar mér, því að hann er kærleikur. Ó! (Grætur■
Skært, hvítt Ijós leikur um kirkjuhvelfinguna hið efra.
Dauðinn krýpur á kné í lotningu.)
Ósýnileg rödd: Þeim, sem mikið elska, er og mikið fyr11'
gefið. Gakk inn í fögnuð herra þíns! (Ljósið hverfur.)
Dauðinn (stcndur upp og réttir iit hönd sína): Farið þn 1
friði — inn á land lifenda!
(Séra Oddur og Sólveig leiðast fram kirkjugólfið. Ený^
dauðans stendur fgrir altarinu, Jjögiill og hregfingarlaus, nn ð
litrétta hönd.)
Tjaldið.