Eimreiðin - 01.04.1938, Síða 24
144
EIMREIÐik
EXX UM BLIXDA JÓX Á MÝLAUGSST.
„Blinda-Jóni var ekki fisjað saxnan; því að hann var tröll'
aukinn maður til sálar og líkama“.
Þessa grein um blinda manninn hef ég skrifað fvrst og fremst
til að varðveita umsögn Bólu-Hjálmars — þess tröllaukna
manns til sálar og líkama.
Eftir átta.
[Jón Árnason, lœknir á Kópaskeri, sendir Eimr. eftirfarandi kvæði,
lætur þessa athugasemd fylgja:
Ýmsir hafa tekið eftir því, að síðan við hreptum fullveldi okkar —- hvíU^
lengi sem það nú stendur —, hefur minna l>orið á ættjarðarást, a. m. k. kJa
skáldunum. Áður fyr ortu þau ljómandi ættjarðarkvæði, og varla kom s'
út ljóðabók, að hún byrjaði ekki á „ísland“, „í landsýn“ eða þessháttar-
Eg sendi hér Eimr. ættjarðarljóð eftir norðlenzkan sveitapilt — e®a s'
tek ég kvæðið, — dálítið ný að sniði hér á landi og frumleg að gerð.]
Þegar rökkur kveldsins kemur,
kætist hugur minn,
er um háls mér finn ég falla
faðminn mjúka þinn.
I>á skal ganga burt frá bænum,
burt úr fjöldans glaum,
og ástarinnar gullnu glæðum
gefa lausan taum.
I>ó að máninn mari í skýjum,
myrkrið þekji fjörð,
kvíða skal ei kossum þínum,
kæra fósturjörð.
Mörg eru orðin mótin okkar,
þá máninn lýsti grund.
Ég ætla að vaka og endurtaka
einhvern svona fund.
Alla veit, ég örðugleika
ástin sigrað fær.
Hjarta mitt af hlýjum eldi
hljótt í hrjósti slær.
I>á þú klæðist kvelds í skrúða,
ég kýs þín ástarhót.
í hlýju kveldsins eftir átta
við eigum stefnumót.
Enginn spillir okkar fundi;
ástin heldur vörð.
Ég kvíði ekki kossum þínum,
kæra fósturjörð.
K. B.