Eimreiðin - 01.04.1938, Side 30
150
GRÖNDALSMINNING
EIMREIÐIN
Hann talar fátt um sorg og sút. Því fleira um fegurð og gleði-
Skaparans ómælanlegu dýrð á himni og jörðu og í heimi list-
anna. Það er vissulega ekki sakir kaldlyndis, að hann er svo
fáorður um sína eigin harma við mennina. Hret er heitt og
blæðandi ljóð um sorg allra sorga. Þegar hann situr hjá vöggu
barnsins og syngur við það um fegurð og frið, andvarpar hann
að lokum: , „
„O, ao eg alt af svæfi
svo unaðsværan hlund.“
í þessum látlausu orðum felst meíri þreyta og sorg en í löng-
um raunarollum ýmsra nútíðarskálda, sem gera sig og sitt að
miðdepli allrar tilveru, en loka augunum fyrir dásemduin al'
heims. Vol og víl var eitur í beinum Gröndals. Því hlær hann
stundum til þess að verjast klökkva, en stundum hlær hann
líka af hjartanlegri gleði, sem lætur alla hlæja með, eins og 1
Heljarslóðarorustu.
Það er vandi að gera sér ljósa grein fyrir því, hvað er sterk-
asti þátturinn í jafn margþættum skáldskap sem GröndaH
hvað er grunntónninn í hljómkviðu listar hans. Ég vil þó nefn
það, sem mér finst ríkast. Það er aðdáun. Ég gat þess áður
að liann nefndi oft undur. Honum er gefið geisilegt ímyndun
a
að
arafl, sjáandans dýrð og ótakmarkaður hæfileiki til þess
að
undrast og dásama. Eitt af sínum indælu smákvæðum nefn11
hann: Mikil eru verkin Drottins. Hann lifði og hrærðist í lieinu
koiu
lóa
fegurðarinnar, því var hann svo barnshreinn þegar hann
til okkar á jörðu. Nefnið saklausara smáljóð en Syngar 1
suð’ri mó. Ég hygg að það sé örðugt. Þá mætti benda a
þessu sambandi þýðingu hans á hinni indælu vísu Heines, »^u
hist wie eine Blmne“, sem verður hreinni en hrein í höndun
Gröndals. Við meir en fyrirgefum honum ónákvæmnina
Langflest af því, sem fundið hefur verið að kvæðum
GröU'
, rrt
dals, stafar af óvarkárni hreinleikans. Hann lét aldrei salt ^
liggja. Ekkert, sem var lægra en hann sjálfur, gat eignast ^
minsta ítak í list hans né lífi. Því tók hann oft svo sáralítið 1
til þess, er alment var heimtað. Hann beygði sig fyrir þvi
einu>
sög'
sem hann fann að var stærra en hans eigið. Mikilmenm
unnar, guðir fornþjóða, fegurð og hreinleiki náttúrunnar, ^
tignarlega ættland hans sjálfs og óendaleg dýrðin Drottins •