Eimreiðin - 01.04.1938, Page 36
EIMnEIÐlN
Úr djúpi þagnarinnar.
Eftir Sigurjón Friðjónsson■
I.
Alt, sem til gevmslu maður minni fær,
fær merking breytta á jörð, er fer að skyggja
I ljósi vors, er lfeiftrar alt og grær,
er lífsins mesta nautn: að skiija og þiggja.
Jafnskjótt og sumri heilsar haustsins blær,
við bjáip þess vaxa fræ tii nýrra þrifa.
I nýrri æsku eigin von þín fær
að eiga vor á ný, að gróa og lifa.
Og jafnframt vissa vitund þinni nær,
sem vex og hlítir hvorki trú né efa:
Er eigin vor og sumar færast fjær,
er farsæld mest — að kunna og megna að gefa.
II.
Er sverfur fast að iáni lífsins hjarn
og litum bregða öll þín fornu kynni,
þá er til ráð — að vefja um vöggu-barn
það vor, sem til er inst í sálu þinni.
A vetrarhjarans yztu ögurstund
hver eigin von er mætt með læstan hnefa.
En í myrkri hverju er morgunn til í lund
á meðan þar er vilji til — að gefa.
Oft rétti maður manni hönd um haf.
er hrylling lá við borð hins kalda dauða.
Lengst skal þó minnast eins, er áður gaf
sitt eigið líf, á krossi menskra nauða.
III.
Er mildast nótt og máttur vonar dvín
— á margan hátt eru vitar andans fengnir
þá eiga stundum erindi til þín
þeir, sem undan þér á djúpið eru gengnir.