Eimreiðin - 01.04.1938, Page 37
ElJtREIÐIN
ÚR DJÚPI ÞAGNARINNAR
157
Á margan hátt eru leyst og bundin bönd;
uin bládjúp vegir fleiri en nokkur hyggur.
Stundum þú verður var við hjálpar hönd
hjúpaða dul, er allra mest við Iiggur.
Þitt auðnu hnoða á enda vefjar tvo:
Upphaf er spurn á vegum náms og fréttar.
Sé alt með feldu, úr því raknar svo
að endastöð — á fundi sanns og réttar.
IV.
Nú leiftrar sumar. Létt er hláku önn.
Á leiti grær. I dölum elfur niða.
Við strönd, er áður harðfeng lamdi hrönn,
um hlýju og mildi bárudísir kliða.
Eg legg í þagnardjúp hvert þreytu spor,
hvern þungan harm, sem barst að vitum mínum,
og fæ mér hvíld, ó ljúfa, ljúfa vor,
hjá lilju og rós, í einkafaðmi þínum.
I eyrum niðar milt þín móðurraust,
og morgunn speglar sól í daggartári.
Lífið er eilíft, ungt og endaiaust.
Við öllu bætur. Grózka í hverju sári.
V.
Dagurinn líður. Dökkvi legst á hlíð;
á djúpin slcuggi; í elfarstrengi dunur.
Blómkrónur Iokast. Um bárudjúpin víð
í bylgjum sveiflast spurnir, njósn og grunur.
Líðandi sumri heilsar haustsins blær.
I húmi síðkvölds daggar þeli tindrar.
Alt, sem til gevmslu maður minni fær,
í margvísrar nætur fangi endursindrar.
Ég legg í þagnardjúp hvert þreytuspor,
hvern þungan harm — og líka bros og hlýju.
Kveð þig að sinni kæra, kæra vor.
Og — kem til þín að morgni, enn að nýju.