Eimreiðin - 01.04.1938, Side 52
172
MAURILDI
eimrejði*
saman í hnapp skamt frá. Kerlingarnar hljóðuðu upp yfir sig
og flýðu. En um leið létu þær formælingarnar dynja yfir
Siggu.
Ekkert er eins ömurlegt fj'rir unga stúlku eins og að standa
uppi ein um fagra sumarnótt og vera að komast að raun uffl>
að sá sem hún elskar og hefur unnið allan hennar trúnað, se
svikari og trygðrofi. Þessu, sem Jóa hreytti í hana á sinn misk-
unnarlausa hátt, hafði hún einmitt kviðið í alt kvöld. En ga^
þetta verið satt? Hve oft hafði ekki grunurinn, hinn ægiteS1
grunur, gripið hana upp á síðkastið. Var Ágúst ekki altaf að
fjarlægjast hana meir og meir eftir því sem hann sótti oftai'
eftir félagsskap Hrefnu? Nú flýtti hann sér til hennar þar
sem hún bar börurnar með Gunnari á Eyri. Ágúst hallaði ser
að stúlkunni og hvíslaði einhverju í eyra hennar, en hún kast-
aði til höfðinu og hló. Svipurinn á Ágúst var slíkur, að ekk1
var um að villast hvað honum var niðri fyrir. Sigga þekl’
þann svip vel.
Gunnari á Eyri var lítið rórra innanbrjósts en Siggu Páls>
þar sem hann gekk á eftir Hrefnu með börurnar og Ágúst við
hlið hennar. Gunnar vissi að Sigga og Ágúst voru trúlofuð
honum var ant um Siggu, gamla leiksystur sina og frænku-
Það var ekki lengra síðan en í gær að Sigga hafði trúað honum
fyrir því í einlægni og eins og bróður, en kvíðin og' hrædd.
að það væri nú meira en mánuður síðan Ágúst hefði keypl
hringana, en nú væri hann ófáanlegur til að samþvkkja, að
þau settu þá upp fyr en í haust. Hvað ætlaði þessi tungumjúk1
uppskafningur sér með Siggu? Var það ætlun hans að ná val(il
yfir Hrefnu i Vogi, eins og hann hafði náð valdi yfir Sign11’
vesalingnum? Það var óhugsanlegt að Hrefna gengist upP
við fagurgala hans. Nei, það mátti aldrei ske. Hrefna var 11 il
of góð fyrir hann. Hrefna var yndisleg — fegursta stúlkan’
sem hann liafði augum litið. — Leiftrið úr augum hennar
hafði læst sig inn í sál hans og valdið þar óstjórnlek11
ölduróti.
Vogsfólkið og Eyrarfólkið liafði sjaldan látið hendu1
standa betur fram úr ermum en þessa nótt. Allir keptust '
enda gekk vinnan ágætlega. Hver báturinn tæmdist af
um, og hver ferðin rak aðra með sildarbörurnar. Fólkið, sel1